Skinfaxi - 01.06.1987, Page 8
Jón Páll
Velta bíium
Kasta drumbum...
Landsmótið á Húsavík hefst með miklum látum, fimmtudaginn 9. júlí. Skip verða
dregin um Húsavíkurhöfn, hlaupið með bíla í togi, barmafullum síldartunnum skutlað
til, trjádrumbum kastað. Auðvitað er JónPáll Sigmarssonþarnærri, ungum og öldnum
til skemmtunar. Ásamt fleirum. Það eru Hjalti Árnason og Bretarnir Geoff Capes og
Mark Higgins. Jón Páll var spurður nánar um þessi læti öll.
-Nú á að draga skip og toga í bfla.
Pað átti einnig að togast á um hráskinn en
síðan var fallið frá því. Hvers vegna?
“Já, það eru nokkrir annmarkar á
Hráskinnslciknum. Hrátt skinn er mjög
blautt og fitugt og verður þannig að menn
geta ekki tekið almennilega á því, að
minnsta kosti ekki með miklum látum.
Það má eiginlega segja að þú kreistir
skinnið út úr höndunum á sjálfum þér.
Ég prófaði þetta aðeins á Akureyri, var
þar með uppákomu á móti hjá fötluðum.
Það gekk illa og var ekkert skemmtilegt
að fylgjast með.”
-En þið hafið hugsað ykkur að
vera með nokkuð sambland af þeim gre-
inum sem þú hefur tekið þátt í á þessum
kraftakeppnum og svo fornum
aflraunum.
“Já það verður dreginn fólksbfll,
réttara sagt hlaupið með hann í togi.
Nokkuð núu'maleg grein”, segir Jón og
brosir.
“Svo lyftum við Iíkast til
síldartunnumuppástall. Einnigkeppum
viðítrjádrumbakasti. Það mun vera fom
sænsk íþrótt, upprunnin á Gotlandi í
Sviþjóð. Svo segir að minnsta kosti
Þorsteinn Einarsson sem er manna
fróðastur um fomar íþróttir.”
-Er trjádrumbakast ekki up-
prunnið í Skotlandi? Margir tengja
trjádrumbakast við Hálandaleikana þar í
landi.
-Skotamir kasta dmmbunum ekki
ákveðnar vegalengdir. Þeir kasta jú
drumbunum. En þeir kasta mjög stómm
trjábolum og reyna þá að kasta þeim
19. l/tNDSMÓT UMFÍ
I0.-I2.JCU 1987
Jon Pall með Yíkinginn, tákn Landsmótsins. Þeir em góðir saman.
þannig að þeir endasendist og standi
helst beint upp, klukkan tólf’, í beinni
línu frá líkamanum. Svo er dæmt, sten-
dur bolurinn tólf, eitt? Jafnvel korter í
tólf.
Svo verður kefladráttur. Þá sitja
menn hvor á móti öðrum og togast á um
kefli. Líkast til verður að óla okkur niður
því það er þó nokkuð mikill þyngdar-
munur á mönnum. Ég verð lfldega
Mynd, IH
léttastur.”
-Hvað ertu þungur?
“Ég veg ein 134 kg. í dag. Er því
að reyna að borða mikið þessa dagana til
að vcra sem þyngstur. Hjalli Ámason er
um það bil 140 kg.
Fleiri greinar. Ein Hálandagrein.
Það verður keppt í að kasta 56 punda lóði
yfir rá, menn fá þrjú köst við hverja hæð.
Þeir sem ná ekki að kasta yfir falla úr.
8
SKINFAXI