Skinfaxi - 01.06.1987, Qupperneq 36
Leiðtoganámskeið
, Rætt við einn þátttakenda
“Akvaö að prófa
Hún heitir Helga Guðmunds-
dóttir, er úr Dölunum og segist hafa
dottið inn í Leiðtoganámskeiðið,
næstum fyrirtilviljun. Helgahefur verið
í í})róttum en lítið starfað að félagsmálum
í ungmcnnafélögum, ákvað samt að
prófa.
“Félögin innan UDN gátu valið
krakka úr sínum röðum á námskeiðið og
ef einhver sendu ekki fulltrúa mátti koma
varamaður frá öðru félagi. Pannig kom
ég inn í þctta námskeið, sem eins konar
varamaður. Ég er svona að prófa, sé
síðan til hvort ég get unnið félaginu
eitthvert gagn.”
Þegar ég ræddi við Helgu var hún
í hléi námskeiðs hjá Sigurði Þor-
steinssyni, framkvæmdastjóra UMFÍ.
Hann var að fara y fir fundarsköp og fleira
ásamt Diðriki Haraldssyni, stjómar-
manni í UMFÍ.
“Ég hef aðeins unnið að
félagsmálum í skólanum”, segir Helga,
Kynntu þér APEX-fargjöldin
í innanlandsflugi Flugleiða
hjá næstu söluskrifstofu félagsins,
umboðsmanni
eða ferðaskrifstofu.
FLUGLEIDIR
Helga E. GuðmundsdóUir.
“en annað ekki. Hér fáum við meðal
annars þjálfun í að standa upp frammi
fyrir hópi manna og tjá okkur. Einnig
kynnumst við almennum fundarsköpum
og skipulagningu þeirra.
Ég hef haft mjög gott af þessu.
Það er allt of lítið um svona lagað í
skólanum, þannig að þctta hefur verið
mjög gagnlegt.”
-Varstu með köggul í maganum
þegar þú stóðst upp?
“Já, það var ekki laust við það. En þetla
var bara spuming um að brjóta ísinn.
Þetta hefur verið virkilega skemmtilegt.”
IH
36
SKINFAXI