Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1987, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.06.1987, Blaðsíða 37
Bolungarvík Rætt við unga sundkonu frá Bolungarvík "Sundiö númer eitt" í hópi þeirra þúsunda ungmenna sem keppa á Landsmóti '87 er Halldóra Sveinbjörnsdóttir, 13 ára stúlka frá Bolungarvík. Halldóra er í sundliði Héraðssambands Bolungavíkur en sunddeildin þar í bæ hefur gelið sér gott orð að undanfömu fyrir frábæran árangur og mjög öflugt unglingastarf. Skinfaxi náði tali af Halldóru þegar Sundliðið frá Bolungarvík var að fara í æfingabúðir í V-Þýskalandi í vor. Hún var fyrst spurð hvenær hún hefði byrjað að æfa. “Ég var sjö ára þegar ég byrjaði að æfa sund skipulega hjá þjálfara”, svarar Halldóra af mikilli hógværð. -Þú hefur auðvitað tekið þátt í fjölmörgum mótum, hvað er þér minnisstæðast. “Það er erfitt að taka eitthvert eitt mót út úr. Aldurflokkamót KR í Sund- höll Reykjavíkur sem var í ágúst í fyrra varskemmtilegt. Églcntiþarrcyndarí5. sæti í 100 m. skriðsundi.” -En hvernig kom til að þú fórst að æfa sund en ekki eitthvað annað? “Sundið er mikið stundað á Bolungavík. Það er eiginlega aðalgrein- in í íþróttunum. Svo voru það nú þjálf- arar sem ýttu á eftir mér að byrja að æfa, t.d. Guðmunda Lóa, Munda Lóa, og Auðunn Oskarsson. Nú æfi cg 1 1/2 klukkustund á dag, 6 daga vikunnar. -Taka forcldrar ekki mikinn Jiátt í sundstarfinu í Bolungarvík? “Jú, þó nokkuð. Mamma mín fer t.d. mikið með méráæfingarog foreldrar taka mikinn þátt í fjáröílunum og öðru slíku.” -Og framtíðin? “Ég stefni bara að því að bæta mig, ná betri tímum”, svarar Halldóra. IH Httlldóra Sveinbjömsdóttir. Hrcss hópur ungra Bolvíkinga . Þau vom að fara til V-Þyskalands f æfingabúðir. Þar kepptu þau á sundmóli í N-Þýskalandi ásamt íslenska unglingalandsliðinu og gerðu sér lítið fyrir og hirtu flest verðlaunin. SKINFAXI 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.