Skinfaxi - 01.06.1987, Blaðsíða 25
■■■■■■■■■ LAN DSMÓTSSPÁ
Sund
Öll Landsmótsmet
slegin ?
Enn á ny höfum við Landsmót í
sikti og nú eitt af því alsterkasta og best
skipulagða til þessa. íþróttamenn
ungmcnnafélaganna hafa líklega aldrci
verið jafn vel undir Landsmót búnir og að
þessu sinni.
Mótshaldarar hafa heldur aldrei
fyrr lagt svo mikinn metnað í að hafa það
eins fjölþætt og girnilegt fyrir almen-
ning, þannig að þetta verður sankölluð
fjölskylduhátíð um leið.
Keppendafjöldi verður sá
fjölmcnnasti til þessa á Landsmóti
UMFÍ. Og nú er að sjá hvort áhorfendur
slái aðsóknarmetið frá Laugarvatnsmót-
inu 1965.
Sundið cr sú grein sem langmes-
tum framförum hefur tekið að öðrum
íþróttagreinum ólöstuðum, frá síðasta
móti, þ.e. í Keílavík / Njarðvík 1984.
Enda er það orðið svo að það skipar æ
veglegri sess hvar og hvernig sem á er
litið.
Spá Skinfaxa er því sú að hvert og
eilt cinasta Landsmótsmet í sundi verður
slegið og sum þeirra oftar en einu sinni.
Alls er keppt í 20 greinum og yrði það þ ví
bara eitt út af fyrir sig kapíluli í
Landsmótssögunni og afrek sundfólks
scm erfitt yrði að cndurtaka.
í dag cru sterkustu sundfélögin á
landinu innan raða UMFÍ, eins og HSK,
Umf. Njarðvíkur, og Héraðssamband
Bolungarvíkur.
Þessir aðilar munu koma til mcð
að heyja æsispennandi keppni sín í milli
um stig og árangur og verður atgangur-
inn slíkur að öll önnur sambönd ná
kannski að kroppa inn eitt og eitt stig,
e.t.v. tvö ef vel lætur, og niðurröðun
hinna“stóru” ísundgreinunum erþannig
að þau eyðileggja hvort fyrir öðru að ná
hámarks stiganytni úr grein.
Þannig gæti UMSB, UMSS,
UMSK og jafnvel US VH og HSÞ náð að
hirða 1 - 2 stig og uppí 18-20 stig þegar
smuga opnast í múr toppliðanna.
HSK er greinilega langsigurstran-
glegast með öll systkinin úr Þorlákshöfn,
þau Hugrúnu, Bryndísi, Magnús og Frey
Ólafsbörn Guðmundssonar og Habbíar.
Ekki minnka sigurlíkumar ef rétt er að
Hörður S. Óskarsson
hinn fjölhæfi og frækni sundmaður
Tryggvi Helgason bætist í hópinn og má
telja HSK liðið nær ósigrandi í sti-
gakcppni sundsins.
Það verður aftur tvísýnna milli
Njarðvíkurliðsins og Bolungarvíkur og
mun vart mega á milli sjá. Aðvísuersvo
okkar frábæri Eddi sem malar alla undir
sig. Hann með Þórð Óskarsson og Eirík
Á. Sigurðsson ná mjög langl. En kven-
nalið Bolvíkinga ásamt stcrku
strákunum Símoni, Hannesi, Huga og
Guðbrandi Garðars eru til alls líklegir.
Eitt er víst að frábærlega gaman
verður að fy lgjast með og er aðcins eitt lil
að skyggja á en það er að ekki skuli vera
ungmennafélög í Hafnarfirði, á ísafirði
og í Vestmannaeyjum. Því þar er
sundfólk sem hefði gert sundkeppni
Landsmótsins ennþá tvísýnni.
Ég slæ þeirri hugmynd fram að
ungmennafélagar í sundinu samcinist í
eitt lið og skori á öll önnur félög til
samans í keppni við sig.
Þegar þetta er ritað er ekki vitað
hvcrjir verða keppendur og heldur ekki
hvemig þjálfarar raða sínu fólki í greinar.
Þessvegna er rennt dálítið djarft í
spá og skal hún því öll tekin mcð miklum
fyrirvara.
Skinfaxaspáin er því þessi:
1. HSK 169 stig
2. UMFN 107 stig
3. HSB 105 stig
4. UMSB 18 stig
5. UMSK 10 stig
6. UMSS 7 stig
7. USVH 3 stig
8. HSÞ 1 stig
SKINFAXI
25