Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1987, Page 26

Skinfaxi - 01.06.1987, Page 26
■ LANDSMÓTSSPÁ Glíma Unau mennirnir tu alls vísir Glíma hefur átt undir högg að sækja á undanförnum árum og hefur skort á eðlilega endumýjun, hvað þá aukningu í íþróttinni um langan tíma. Bræðumir Pétur og Kristján Yngva- synir glíma á síðasta Landsmóti. Hverju er um að kenna? íslenskum aulahætti þeirra sem eiga að sjá um framgang íþróttarinnar, hjá félögum, skólum og Glímusambandi íslands. Það þarf vilja til að gera eitthvað, en hann hefur ekki verið nægjanlegur til áran- gurs. En á allra síðustu árum virðist hafa rofað til og fáeinir ungir og glæsilegir piltar hafið æfingar og keppni í glímu. Þetta er hvergi nærri nóg, en vísir í áttina. Á næsta Landsmóti ungmenna- félaganna verða nokkrir nýliðar cn óvíst um árangur þeirra - gömlu “refimir” eiga að hafa tögl og hagldir í efstu sætunum, ef þeir mæta heilir til leiks. Þegar þetta er skrifað er ekki fullvíst hvaða keppendur mæta til leiks á Landsmóti og geri ég ráð fyrir að allir bestu glímumenn ungmennafélaganna keppi þegar ég spái um úrslit glímu- keppninnar í þeim flokkum sem glímt verður í. Auk þess em einhverjar undan- tekningar til að sanna regluna. 1. flokkur - yfirþungavigt: 1. Eyþór Pétursson H.S.Þ. 2. Pétur Yngvason H.S.Þ. 3. Jóhannes Svcinbjömsson H.S.K. Kjartan Lárusson H.S.K. ætti að blanda sér í baráttuna um verðlaunasæti og ef Sigurður Jónsson U.V. mætir til leiks í réttu skapi getur hann lagt alla þá sem mér er kunnugt um að keppi í þes- sum flokki. 2. flokkur - millivigt: 1. Kristján Yngvason H.S.Þ. 2. Hjörtur Þráinsson H.S.Þ. 3. Jón ívarsson H.S.K. Um aðra keppendur er svo fátt vitað á þessum vígstöðvum, að hægt sé að blanda fleirum í þessa röð. Þó eru ungu mennimir lil alls vísir, ef sá gállinn er áþeim. EfÞóroddur Helgason, Ú.Í.A. Ingvi Guðmundsson fær nægan kjark til að keppa er hann öllum öðrum líklegri til að rugla röðinni í þcssum flokki. 3. flokkur - léttvigt: 1. Amgeir Friðriksson H.S.Þ. 2. Helgi Kjartansson H.S.K. 3. Jóhann G. Friðgeirsson H.S.K. Hér líkur spádómum, væntanlega ófullkomnum og ekki eftir hafandi, enda í gamni gert, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ég óska glímumönnum góðs gengis í drcngilegri keppni, félagsmála- mönnum og skólastjórum farsælla starfa í þágu okkar fallegu þjóðarfþróttar. Það er fylgst með störfum ykkar í vaxandi mæli og nú er að ganga á lagið. Þeir sem standa sig fá heiður og hrós, cn hinir skömm og sitthvað fleira. Klofbragð í uppsiglingu. Jóhannes Sveinbjömsson, HSK, sýnir það sjálfsagt allnokkuð á Landsmóti nú. 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.