Skinfaxi - 01.12.1988, Blaðsíða 7
Samheldnin hafði
mikið að segja
Frá opnunarathöfninni í Seoul. A skjánum risastóra má sjá hluta íslenska hópsins
og nokkrar upplýsingar um Island. Myndirfrá Seoul, Þórður Árni Hjaltestedt.
Rœtt við Markús
Einarsson, frœðslu- og
útbreiðslufulltrúa
s
Iþróttasambands Fatlaðra
s
um Olympíuleika fatlaðra
og íþróttastarfið almennt
meðal fatlaðra
Iþróttasamband fatlaðra, þau samtök
sem stóðu fyrir og skipulögðu hina
frækilegu ferð fatlaðs íþróttafólks til
Seoul á Olympíuleika fatlaðra, er
sérsamband innan ISI eins og HSI og KSI.
Þetta samband hefur hins vegar nokkra
sérstöðu. Sem dæmi um það má nefna að
sambandið stendurfyrir Islandsmóti í sex
íþróttagreinum og alls eru 11
íþróttagreinar stundaðar á vegum
aðildarfélaga sambandsins. IF verður tíu
ára þann 17. maí á næsta ári.
Markús Einarsson, fræðslu- og
útbreiðslufulltrúi Iþróttasambands
Fatlaðra, var fyrst spurður um þá áherslu
sem sambandið hefur lagt á keppnisferðir
erlendis.
„Frá því íþróttasamband Fatlaðra var
stofnað fyrir 10 árum höfum við alltaf lagt
áherslu á að gefa okkar íþróttafólki kost á
því að keppa erlendis með reglubundnu
millibili. í upphafi tókum við einkum þátt
í Norðurlandamótum en nú, hin síðari ár,
höfum við einnig tekið þátt í Evrópu- og
heimsmeistaramótum. Að ógleymdum
Olympíuleikum þar sem við höfum
þrisvar sinnum verið þátttakendur. Þá
höfum við einnig tekið þátt í norrænum
bama- og unglingamótum og norrænum
leikum þroskaheftra.
Ferðimar í sumar sem frjálsíþróttafólkið
fór til Þýskalands og sundfólkið til Hol-
Markús Einarsson, fræðslu- og
útbreiðslufulltrúi IF.
lands, voru fyrst og fremst hugsaðar sem
æfingaferðir til að afla þessu fólki reynslu
og hrista hópinn saman fyrir leikana í
Seoul. Einhvers staðar frá verður hvatinn,
þessi neisti að koma. Það er ekki lítil
vinna sem þetta fólk þarf að leggja á sig til
að ná árangri. Og þrátt fyrir ungan aldur
höfðu flestir keppendanna sem fóru til
Seoul mikla keppnisreynslu.”
Það hefur einmitt vakið nokkra athygli
að þettafólk erflest allt mjög ungt.
„J á, það er rétt. Af 15 manna keppnisliði
eru 11 á bilinu 14 til 20 ára. Það er
náttúrulega mjög ungur aldur á alþjóðlegu
keppnisliði. Þessi reynsla hefur mjög
mikið að segja og skilaði sér vel á
Olympíuleikunum. En reynslan þarf ekki
að hafa allt að segja. Það getum við séð í
dæmi Lilju Maríu Snorradóttur í
Tindastóli á Sauðárkróki. Seoul ferðin
var hennar önnur keppnisferð erlendis.
Hollandsferðin var hennar fyrsta. Þetta er
einfaldlega úrvalsfólk sem við áttum í
Seoul. Enda bættu þau árangur sinn veru-
lega í Seoul.”
Markús leggur áherslu á hversu
samheldinn hópurinn var.
„Við fórum í tvær æfingabúðir
Skinfaxi
7