Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1990, Page 7

Skinfaxi - 01.05.1990, Page 7
V I Ð T A L „Þurfum að fjárfesta í æsku landsins,” - segir Vigdís Finnbogadóttir; forseti íslands. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands er verndari 20. Landsmóts Ungmennafélags íslands, sem haldið er í Mosfellsbæ 12.-15. júlí 1990. Forsetinn heiðrarmótið með nærveru sinni á fimmtudagsmorgun 12. júlí, en þar mun hún flytja ávarp þegar hátíðardagskrá mótsins verður sett. Ritstjóri Skinfaxa lagði leið sína í Stjórnarráð íslands og hitti þar forse- tann okkar að máli. Stjórnarráðshúsið er tignarlegt og fallegt hús. Þar er ekki komið að tómum kofanum, elskulegt og heil- landi viðmót Vigdísar hefur heillað alla sem til hennar þekkja. Mérlá mikil forvitni á að vita hvenær hún hefði kynnst störfum ungmen- nafélagshreyfingarinnar og spurði hana þvi hver hennar fyrstu kynni af hreyfingunni hefðu verið. „Égeralinuppafaldamótakynslóðinni það er að segja gömlu ungmennafélags- kynslóðinni, sem vann með miklum metnaði að því að gera Island að frjálsu og fullvalda ríki. Hjá henni heyrði ég fyrst um ungmennafélögin, en síðan kynntist ég þessari ágætu hreyfingu þegar ég fór í sveit, 10 ára gömul, í Gnúpverjahrepp í Árnessýslu. Þar tók ég þátt í starfsemi ungmennafélagsins, fór með hreppamönnum í útreiðaferðir inn í Þjórsárdal og var áhugasamur áhorfandi á íþróttamótum. Ég á fjarska góðar minningar um Ungmennafélag Gnúpverja frá þeim dögum.” Ungmennafélagshreyfingin er blönduð hreyfing, þar sein lögð er áhersla á íþróttir og hreyfingu og fjöldaþátttaka höfð að leiðarljósi. Hreyfingin hefur margt á stefnuskrá sinni, umhverfismál s. s. skógrœkt og landhreinsun, leiklistarlíf er injög öjlugt o.fl. Kjörorðin eru rœktun lýðs og lands, h vað finnstþér um að blanda saman þessum málaflokkum? „Þetta eru málefni sem snerta Iffið almennt og hafa mikið gildi í þjóðfélaginu. Mér finnst prýðisgott að öll þessi mikilvægu málefni eru á stefnuskrá ungmennafélaganna og ótal margir hafa kynnst íþróttum, leiklist, umhverfismálum, skógrækt. félags- málum, landhreinsun og fjölmörgu öðru sem bætir mannlífið, í fyrsta sinn í ungmennafélaginu sínu. Ungmenna- félögin hafa blásið fólki anda í brjóst til að vinna að jákvæðum málum og það finnst mér einmitt svo fallegt og gott við ungmennafélagshreyfinguna. Hún reif Island og Islendinga upp úr nokkru sinnuleysi er hún hóf störf af miklum krafti upp úr aldamótum.” Vigdís, þá reynir að hreyfa þig á hverjum degi t. d. með því að fara í göitguferðir. Heldur þú að viðhorf fólks til almenningsíþrótta séu að breytast? Erfólke. t. v. orðið ófeimnara við að láta sjá sig við ástundun íþrótta? „Já, hún er merkileg þessi tilhneiging Islendinga að vera feimnir að sýna mannlegar hliðar sínar. Erlendis eru menn yfirleitt ekki feimnir á þennan hátt, vegna þess að þar er margmennið og menn eru ekki eins uppteknir af náunganum eins og við höldum að aðrir séu varðandi okkur sjálf. Nú er þetta til allrar hamingju að breytast og það fer ekki nokkur maður að hlæja þó einhver sé að hlaupa úti á götu, enda er það ekki hlægilegt. Það er ekki nokkur vafi á því að sterkasti auður hverrar þjóðar, hvort sem hún er stór eða smá, er heilbrigt fólk sem er í góðri þjálfun til allra starfa.” Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.