Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1990, Page 19

Skinfaxi - 01.05.1990, Page 19
LANDSMOTSSPA Skinfaxi á ferð. Tvær upprennandi sundkonur úr Reykjahverfi í Suður - Þingeyjarsýslu sýna listir sýnar / sól og blíðu í sundlauginni við Heiðarbæ í apríl 1990. Sigurður Einarsson verða með. En ef svo verður raunin þá þurfa Borgfirðingar ekki að kvíða miklu. Aðrir góðir í röðum Borgfirðinga eru Jón Valur Jónsson, Jón Bjarni Björnsson, Hugrún Jónsdóttir, Hólmfríður Dögg Guðjónsdóttir, Anna Þórðardóttir Bachmann, Rakel Dögg Sigurgeirsdóttir o.fl. Eg spái því að Borgfirðingar verði í slagnum unt efstu sæti á landsmótinu. Lið UÍA Sundfólkið á Austurlandi stendur nokkuð illaað vígi hvað æfingaaðstöðu varðar. Sundlaugar eystra eru einungis opnar yfir sumarmánuðina svo að sundíþróttin verður aldrei meira en tómstundagaman á þeim slóðum, á meðan ekkert er gert til að bæta aðstöðuna fyrir sundfólkið. Það er óhætt að fullyrða að ntikið er af efnilegu sundfólki í Neskaupstað, á Reyðarfirði og Seyðisfirði, en telja má víst að lið UIA blandi sér ekki í toppbaráttuna á Landsmótinu að þessu sinni. Austfirðingar lenda nálægt miðju, verða í baráttu við Vestur-Húnvetninga og Þingeyinga um sæti. Lið USVH Vestur-Húnvetningar mæta með þokkalegastaliðtilmótsins. Langflestir eru ungir að árum en þrátt fyrir það eru nokkrir sterkir sundmenn í þeirra röðum, s.s. Kristjana Jessen, Elvar Daníelsson, Óttar Karlsson og Hafdís Baldursdóttir. Eru þau 13-15 áraen flestiraðriryngri. Ef að líkum lætur ætti lið USVH að lenda nálægt miðju í stigakeppninni. Lið UMFN Sundlið UMFN verður með á Landsmótinu þótt lengi liti út fyrir að svo yrði ekki. Fyrir nokkru var sunddeildin lögð niður og stofnað var Sundfélag Suðurnesja. Fyrir u. þ. b. mánuði síðan var svo farið aftur af stað með starfsemi sunddeildar UMFN en helstu fyrrverandi sundmenn liðsins eru nú í Suðurnesjaliðinu og eru því Njarðvíkingar í rauninni, þessa dagana, að byggja upp liðið frá grunni. Flestir meðlimir félagsins eru mjög ungir að árum, en sjálfsagt eru einhverjir gamlir jaxlar, sem höfðu ekki fyrir því að færa sig yfir í lið Suðurnesja á sínum tíma, sem koma til með að styrkja liðið að einhverju leyti. Önnur lið s.s. FJÖLNIR, HSH, UDN, HVÍ og ÓÐINN eru svo til óþekkt stærð í sundheiminum og því fátt hægt að segja um þau. Hins vegar ber að varast að vanmeta þessi lið, því það hefur sýnt sig að ný og áður óþekkt lið hafa oft gert mikinn usla í stigakeppninni á landsmótinu, eins og t.d. Bolvíkingar á Akureyri 1981. Það er tvennt sem skiptir höfuð máli hvað styrk liðanna varðar en það er í fyrsta lagi lið sem er fullntannað og hefur mikla breidd, og í öðru lagi lið með nokkra mjög góða einstaklinga. Með þetta í huga er spá mín á úrslitum í sundkeppninni á Landsmótinu þessi: 1. sæti UMSK 2. sæti UMFB 3. sæti HSK 4. sæti UMSB 5. -7 sæti HSÞ, USVH, ÚÍA. Kveðjur, Auðunn Eiríksson Verðlaunagripir Landsmótsins eru frá Fannari, Lækjartorgi sími 16488-27540 Skinfaxi 19

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.