Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1990, Síða 21

Skinfaxi - 01.05.1990, Síða 21
V I Ð T A L Mér er mjög minnisstætt frá mótinu hvað það var vel skipulagt og það að ganga inn á svæðið í búningi fylktu liði með fána var stórfengleg athöfn og eftirminnileg. Við höfðum aldrei orðið varir við svonaeldmóðeins og Sigurður Greipsson sýndi. Ég á ekki mjög sterkar minningar um það stolt sem gagntekur sigurvegarann þegar verðlaunaafhendingin fór fram. Það var auðvitað gaman að fá þessi verðlaun en við fundum öll að við hefðum getað gert betur. Það skyggði svolítið á gleðina, en þennan verðlaunapening geymi ég enn. En þannig var það að ef menn voru í veikum riðli þá lögðu þeir sig ekki alla fram. Menn höfðu ekki neina keppnisreynslu.” Finnst þér ungmennafélagar vinna af sama krafti og þeir geröu á þessum tíma? „Fólkið nú hefur fengið allt aðra skólagöngu en við fengum. Skólarnir vanrækja félagsmálastörf og að láta unglingana halda ræður og halda uppi félagslífi. Oftast er það Iítil klíka sem heldur uppi félagslífi í skólunum. Það er mikill fjöldi ungmenna sem hefði þurft að fá tækifæri til að kynnast og vinna að félagsstarfi. Svo má ekki gleyma því að nú hugsa allir ntiklu meira um peninga en þá var gert. Greiðsla fyrir þjálfun þekktist ekki, það var ekki fyrr en um eða eftir 1950 sem maður vissi að farið var að borga þjálfurum, greiða þeim ferðakostnað og annað. Það sem mér finnst að menn verði að gera sér grein fyrir að ekki má glata hugsjóninni í tilbeiðslu á mammon, en peningar eru nauðsynlegir nú til dags.” „Mér finnst ég standa í mikilli þakkarskuld við ungmennafélagskapinn því ég held að þar hafi ég tekið út fullt eins mikinn þroska og þann sem ég fékk í skólum. Félagið okkar var og er okkar hjartans mál og ég finn hvað ég hef haft gott af því að stilla mína strengi við aðra og hafa sameiginleg áhugamál eins og íþróttirnar og vinna sameiginlega að settu marki. Þarlærði ég að meta þjóðleg verðmæti og bera virðingu fyrir íslenska fánanum. Kveðjan „Islandi allt” varð okkur töm á tungu og er jafnvel enn.” Sigurlið UMSK a Landsmótinu í Haukadal 1940. Á myndinni eru talið frá vinstri: Sveinn Guðmundsson, Reykjum (A), Guðmundur Jónsson, Sogni (D), Gísli Andrésson, Hálsi (D), GuðmundurÞ. Jónsson, Laxárnesi (D), EiríkurSigurjónsson, Sogni(D), Sigurjón Jónsson, Hvítanesi (D), Davíð Guðmundsson, Miðdal (D), Alexíus Lúthersson, Ingunnarstöðum (D), Sesselja Erlendsóttir, Álafossi (A), Jón M. Guðmundsson, Reykjum (A), Sesselja Gunnlaugsdóttir, Laugabóli (A), UnnurSveinsdóttir, Álafossi(A), Njáll Guðmundsson, Miðdal (D), GrímurS. Norðdahl, Úlfarsfelli (A), Skúli Norðdahl, Úlfarsfelli (A), Janus Eiríksson, Óskoti (A), Axel Jónsson, Hvítanesi (D), Karl Jónsson, Hrísbrú (A). A = Umf. Afturelding, Mosfellssveit. D = Umf. Drengur, Kjós. Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.