Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1990, Page 23

Skinfaxi - 01.05.1990, Page 23
V I Ð T A L fþróttir fyrir börn Litli íþróttaskólinn er starfræktur frá 15.júlí til 13. ágúst. Þar gefst krökkum á aldrinum 10-12 ára kostur á að kynnast ogtakaþátt ífjölmörgum íþróttgreinum undir stjórn færustu leiðbeinenda og auk þess koma þekktir íþróttamenn í heimsókn. Krakkarnir fá hollan og góðan mat, fara í fjallgöngur, bátsferðir og skemmta sér á kvöldvökum. I sumar hafa dagsferðir fyrir börn verið vinsælar. Sumir hóparnir liafa komið rétt fyrir hádegið, valið sér góðan stað til aðgrillaá,enhægteraðfálánaðgrill. Krakkarnir hafa farið í gönguferðir upp í hlíðar Laugarvatnsfjalls til að skoða hellana, trén, jurtirnar og fuglana. Þau hafa kynnst íþróttahúsinu, farið í leiki á grasflötunum og notið þess að kynnast náttúrunni fjarri skarkala þéttbýlisins. Laugarvatn er ákjósanlegur staður til að kynna börnum fjölbreytt náttúrulíf landsins. Önnur þjónusta Menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af að geta ekki borgað reikningana sína meðan þeir dvelja á Laugarvatni. A staðnum er banki, pósthús, matvöruverslun, bíla- og dekkjaverkstæði og hægt er að fá ferska ávexti og grænmeti úr gróðrastöðinni. Agætis tjaldstæði er á Laugarvatni, hestaleiga er ekki langt undan og hægt er að útvega veiðileyfi í ám og vötnum í nágrenninu. Leggjum áherslu á aö uppfylla óskir gesta - segir Þráinn Hafsteinsson, framkvæmdastjóri íþróttamiðstöðvar íslands Þréinn Hafsteinsson, íþróttakennari er framkvæmdastjóri íþróttamióstöövar íslands. Þráinn hefur starfað sem íþróttakennari við íþróttakennaraskóla ísiands síðan 1986. Ritstjóri Skinfaxa ræddi við Þráin um starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar í sumar og vetur. Þráinn sagði að starfsemin hefði farið vel afstað og aðsóknin væri sífellt að aukast. „Þessi staður er kjörinn fyrir svo margskonar athafnir. Það er sama hvort menn vilja fínpússa tækni, efla iiðsanda, skerpa einbeitingu, efla þol og kraft, læra af öðrum, kenna eða miðla. Starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar veitir tækifæri til að ná settu marki. Oftast hafa leiðbeinendur eða þjálfarar komið með hópunum, en við leggjum áherslu á að uppfylla allar óskir dvalargesta og útvegum einnig þjálfara efsvo ber undir. Ég stefni að því að hafa opna skrifstofu allan daginn þarsem fólkgeturleitað upplýsinga efá þarf að halda ogjafnvel komið beint inn afgötunni án þess að panta og fengið þá þjónustu sem það vill. Við höfum gistiaðstöðu fyrir 60 -75 manns í4-5 manna herbergjum, ogþað ermöguleiki að koma fleirum fyrir efþörfkrefur, alltað 90 manns. Boðið erupp fyrsta flokks fæði, þrjármáltíðirá dag, oglipra þjónustu," sagði Þráinn Hvað er boðið upp á í sumar og vetur? Útivistarhelgi - Heilsuvika. „Sérstök útivistarhelgi verður 21.-22. júlí í sumar, þar sem boðið verður upp á fjölmarga valmöguleika fyrir alla fjölskylduna. Helgin er meðal annars ætluð til að hvetja til aukinnar útveru og líkamsræktar almennt. í sumar hyggst íþróttamiðstöðin bjóða gestum hótelanna, sumarbústaðafólki og öðrum sem koma á Laugarvatn, ákveðna íþróttatíma, þar sem boðið verður upp á leikfimi, tennis, golf, göngu, skokk, kraftþjálfun í tækjasal, sund o. fl. Þreksalurinn verður einnig opinn fyrir almenning um helgar og á kvöldin. Næsta vetur verður boðið upp á svokallaðar Heilsuvikur. Þar verður hinum almenna borgara boðið að koma á Laugarvatn til hressingardvalar. Fræðsla verður veitt um hvernig sinna megi líkamsrækt á fullorðinsárum. 1 vetur er einnig áætlað að reka íþróttabúðir fyrir grunn- og framhaldsskólanema. Um verður að ræða skólabúðir sem verða sérhæfðar á Skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.