Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1990, Page 24

Skinfaxi - 01.05.1990, Page 24
VIÐTAL Áhugasamir foreldrar úr Fylki fylgjast með sviði íþrótta, útilífs, heilsu- og næringarfræði og félagsmála. Vetraríþróttir Skautasvell - Gönguskíöi í vetur verður íþróttaaðstaðan sniðin að þörfum vetraríþróttamanna. Sérstakt upplýst skautasvell verður á Laugarvatni. Göngustígarnir verða troðnir fyrir gönguskíðamenn og skíðalyftan í hlíð Laugarvatnsfjalls notuð eins og tækifæri gefst til. Þá eru skipulagðar ferðir á vélsleðum inn á hálendið allan ársins hring.” en fara til útlanda. 3. fl. ÍK hefur farið annað h vert ár til útlanda, en ég er al veg á móti þessum utanlandsferðum. Ferðirnar eru dýrar og það er hægt að gera sömu hluti hér heima og jafnvel enn betur. Það eiga ekki allir kost á því að eyða tugum þúsunda í æfingaferðir erlendis. Eg fór hingað þegar ég var í drengjalandsliðinu 1975/1976, sú ferð gerði okkur mjög gott og þess vegna lagði ég áherslu á að strákarnir færu hingað. Það lyftir strákunum mikið upp að fá að koma saman og einbeita sér alfarið að fótboltanum. Það er auðveldara að leika á grasi, hér er sól og vart hægt að hugsa sér það betra. En við höfum það í bakhöndinni að ef íslenska sumarveðrið kemur getum við lfka fengið að vera inni að æfa.” Ur 4. og 6. fl. Fylkis í Arbænum voru hvorki fleiri né færri en 36 strákar við æfingar í knattspyrnu. Þjálfari þeirra var Gunnar Baldursson, en nokkrir foreldrar komu einnig með. Ég spurði foreldrana hvers vegna þeir hefðu komið með í æfingabúðirnar. Þau sögðust koma með strákunum til að aðstoða og hjálpa til. Mikill áhugi væri fyrir fótbolta í Arbænum og lífið gengi út á fótbolta hjá mörgum, sérstaklega þar sem sumir foreldrar ættu börn í öllum flokkum. Þau sögðu að þessi ferð styrkti liðsheildina gífurlega. Gunnar þjálfari sagði að sér fyndist alveg frábært að koma á Laugarvatn og fara á gras án þess að vera skammaður, eins og hann orðaði það. „I bænum þarf að passa grasblettina mjög vel. Við höfum ekki fengið að fara á gras ennþá, þannig að þetta er frábær aðstaða og við komum örugglega aftur,”sagði Gunnar. Hvers vegna Laugarvatn? Þegar Ritstjóri Skinfaxa var á ferð á Laugarvatni fyrir stuttu voru IK- og Fylkismenn við æfingar á grasflötunum. Eg ræddi stuttlega við þjálfara liðanna og nokkra foreldra sem höfðu komið með til að'hjálpa til. Frá Iþróttafélagi Kópavogs voru 14 strákar úr 3. flokki undir stjórn Ómars Jóhannssonar þjáifara. Ég spurði hann hvers vegna þeir hefðu farið í æfingabúðir á Laugarvatni. „Við komum hingað til að undirbúa okkur fyrir Islandsmót, það er nauðsynlegt að hrista þá saman”, sagði Ómar. Aðstaðan hér er mjög góð og ég er mjög ánægður með þetta og vi 1 frekar fara hingað heldur Ómar Jóhannsson þjálfari ÍK að þjálfa einn pilta sinna 24 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.