Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1990, Page 25

Skinfaxi - 01.05.1990, Page 25
VIÐTAL Bygging íþróttamannvirkja, hvert stefnir? Rætt við Reyni G. Karlsson, íþróttafulltrúa ríkisins. Mörgum liggur eflaust forvitni á aö vita hvort ný lög um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfétaga geti haft einhver áhrif á þá uppbyggingu íþróttamannvirkja sem nauösynleg er í þróun íþróttamála hér landi. Styrkir frá ríkinu hafa skilað sérseint og illa, en getur þessi breyting leitt til þess aö mun færri íþróttamannvirki veröa byggö á komandi árum? Meö íþróttalögum frá 1940 og lögum um félagsheimili frá 1974 voru IþróttasjóöurogFélagsheimilasjóöur stofnaöir. Úrþessum sjóöum voru veittirstyrkir frá ríkinu sem gátu numiö allt aö 40% af þyggingarkostnaöi iþróttamann- virkja og félagsheimila. Nýlögum breytingar áverkaskiptingu ríkis ogsveitarfélaga leggi'a hins vegar á sveitarfélögin aö fjármagna sjálf byggingu íþróttamannvirkja i þágu skóla og til almenningsnota og ein- nig að styrkja framkvæmdir á vegum iþróttafétaga og samtaka, eftir þvi sem ákveöiö er i fjárhagsáætlun hvers sveitarfélags fyrir sig, sbr. lög 87/1989. Hiö samagildir um féiag- sheimili. Til þess aö mæta þessum kostnaöi fá sveitarfélögin aukna tekjustofna og losna viö ýmis lögbundin útgjöld. Aiþingi mun áriega veita fé ísjóö sem nefnist íþróttasjóður og úr honum má veita fé til sérstakra verkefna á vegum iþróttaféiaga eöa samtaka í þvi skyni aö bæta aöstööu til iþróttaiökana. Á þessu ári eru 14 millj. á fjárlögum til íþróttasjóös og hefurþvi fé veriö ráöstafaö til rúmlega 30 iþróttafélaga, sem átt hafa óafgreiddar umsóknir inni hjá íþróttanefnd rikisins síöustu 2-3 árin. Reynir G. Karlsson, íþróttafulltrúi rikisins svaraöigóöfúslega nokkrum spurningum Skinfaxa um hagnýt aöriöi sem varöa uppbyggingu iþróttamannvirkja. Reynir G. Karlsson Hvernig bera forsvarsmenn félaga sig að ef þeir vilja leita eftir stuðningi við framkvœmdir éi þeirra vegum? „Þeir verða að snúa sér til viðkomandi sveitarstjórnar með styrkbeiðnir sínar. Sveitarfélög sem hafa færri en 2000 íbúa geta leitað til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga með beiðnir um byggingarstyrki vegna íþróttamann- virkja og félagsheimila sem byggð eru á þeirra vegum eða einstakra félaga, en umsóknarfresturertil 1. febrúarárhvert. Samkvæmt reglugerð unt íþróttasjóð 609/1989 geta íþróttafélög og samtök sótt um styrki til sérstakra verkefna og gerir Iþróttanefnd ríkisins tillögur til menntamálaráðherra og Alþingis um fjárveitingar úr sjóðnum. Þessi nýi íþróttasjóður er m. a. frábrugðinn hinum eldri, að ekki er miðað við ákveðinn hundraðshluta af byggingarkostnaði, að fjárveiting felur ekki í sér skuldbindingu um áframhaldandistyrkveitingarog aðekki er gert ráð fyrir, að minnsta kosti í upphafi, að sjóðurinn muni hafa bolmagn til þess að styrkja stórog mjög kostnaðarsönr íþróttamannvirki. U msóknir unr styrki úr íþróttasjóði þurfa að berast fyrir 1. maí ár hvert, sbr. 4. gr. og umsókn skal fylgja sérstök greinargerð um fyrirhugað verkefni.” Verða þessar breytingar til bóta? Verður meira fé veitt til íþróttamannvirkja? Verður meiri áhersla lögð á aðstöðu til almenningsíþrótta? „Erfitt er að svaar þessum spurningum að svo stöddu. Það verður að játa að fyrra kerfið með íþróttasjóð og félagsheimilasjóð var að ýnrsu leyti sprungið. Bið eftir styrkjum var orðin of löng og synja varð styrkbeiðnum vegna margra brýnna verkefna. Framlög ríkisins voru einfaldlega ekki næg í þessum málaflokkunr. Brýnt er að fylgjast vel með þróun þessara mála og þrýsta á það heima fyrir að fjármagnið, sem flutt var frá ríki til sveitarfélaga með setningu verkaskiptalaganna verði á sanngjarnan hátt veitt til íþróttamannvirkja og félagsheimila. Því miður er enn margt óljóst um framkvæmd laganna og hefur Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.