Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1990, Qupperneq 29

Skinfaxi - 01.05.1990, Qupperneq 29
V I Ð T A L Uppbygging og umhirða grasvalla Rætt við Dr. Bjarna Helgason og Dr. Árna Bragason Á undanförnum árum hafa þeir Dr. Bjarni Helgason jarðvegsfræðingur og Dr. Árni Bragason jurtaerföa- fræðingur veitt ýmsum aðilum leiðbeiningar varðandi umhirðu grasvalla. Skinfaxi hafði samband við þá félaga til að fræðast nánar um í hverju ráðgjöf þeirra væri fólgin. Hvernig hófust afskipti ykkar af grasvöllum? Upphafið að þessari ráðgjöf, að sögn Bjarna, má rekja til þess að kunningi hans og fyrrverandi skólafélagi i Bretlandi Dr. V. Stewart. gerðist ráðgjafi um ræktun fótboltavalla margra stærstu fótboltafélaga á Suður Englandi. Dr. Stewart spurði hvort menn spiluðu ekki golf og knattspyrnu á grasvöllum á Islandi og sló því fram að það hlyti að vera meiri erfiðleikum bundið en víðast annars staðar. Upp úr þessu fór Bjarni að hugleiða þessi mál, eitt leiddi síðan af öðru og fyrstu afskipi hans voru síðan afgolfvellinum íGrafarholtifyrirmeira en 20 árum. Samstarf Arna og Bjarna hófst síðan þegar Bjarni kom heim frá námi árið 1984. Hver eru helstu viðfangsefni ykkar? Viðfangsefni okkar hafa verið mismunandi, allt frá því að vera ráðgefandi við frumhönnun og efnisval við uppbyggingu vallanna, yfir í að reyna að bæta úr þegar ræktun hefur verið komin í óefni. Það munu vera yfir 20 knattspyrnu- og golfvellir sem við höfum haft einhver afskipti af og á 15 velli komum við reglulega. Hver eru helstu vandamálin? Margir sem til okkar hafa leitað eru fyrst og fremst með áburðarvandamál í hugaog vissulegaerrétt áburðarnotkun grundvallaratriði, það þarf þó miklu meira til en áburð. Við notkun allra grasvalla verða ákveðnar breytingar á jarðvegi, hann þéttist og það leiðir síðan til gróðurfarsbreytinga, fjölærar grastegundir verða undir, en við tekur einært gras, varpasveifgras. Varpasveifgrasið hefur mjög grunnstætt rótarkerfi og er þar af leiðandi mjög viðkvæmt gagnvart sliti og umhirðu. Leiðbeiningar okkar miða að því að tefjafyrirþessari þróunog lengjaþannig líftíma grasvallanna. Því miður eru ekki til allsherjarlausnir. Allt of víða hefur ofnotkun átt sér stað. Grundvallaratriði er að þurrt sé þegar álagiðermikið, þvíaðblauturjarðvegur klessist margfalt nteira en þurr. Nauðsynlegt er að allt sé skráð varðandi vellina, notkun, áburðargjöf og sláttur svo að hver og einn aðili geti dregið lærdóm af. Mikilvægt er að einn aðili sé ábyrgur og hafi vald til ákvarðanatöku varðandi allt sem að vellinum lýtur. Eitt af mörgum atriðuin sem við höfum rekið okkur á og viljum sérstaklega nefna er að öll tæki, sem nota þarf við ræktun og viðhald vallanna, eru mjög sérhæfð og dýr. Því sýnist okkur nauðsynlegt að komið verði á samstarfi varðandi kaup og viðhald sumra þessara tækja. Dr. Bjarni Helgason og Dr. Árni Bragason Varaformaður UMFÍ ekki lengur á lausu Sá merkilegi atburður átti sér sjiaö 2. júní sl. að varaformaður UMFI, HSK maðurinn Þórir Haraldsson gekk í það heilaga. Sú heppna er Guðrún Tryggvadottir og er hún sem betur fer líka úr HSK, annars er aldrei að vita hvað gæti gerst. Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.