Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1990, Síða 32

Skinfaxi - 01.05.1990, Síða 32
G R E I N Evrópumót almenningsíþrótta 6. - 9. júní 1991 Hermann Níelsson skrifar H e r m a n n N í e I s s o n íþróttakennari stundaði nám við íþrótta- k e n n a r a - h á s k ó I a Svíþjóðar 1981 - 1982 og tók almennings- íþróttir sem valfag. Hann hefur meðal annars starfað í 11 ár í Trimmnefnd ÍSÍ. í þessum pistii gefur Hermann lesendum Skinfaxa skýrsiu um “Ólympíuleika almenningsíþrótta ”. Evropasportfestivalen, svokallaðir “Ólym- píuleikar almenninsgíþrótta verða haldnir í Svfþjóð6.-9.júní 1991.Þettaeru8.1eikarnir, en þeir fara fram annað hvert ár til skiptis í aðildarlöndunum. Það eru íþróttafélög starfsfólks fyrirtækja og stofnana sem mynda með sér samtök í hverju landi og þau síðan innan Evrópu. Norðurlöndin hafa lengi haft samvinnu á þessu sviði að okkur Islendingum undanskyldum. Markmið keppninnar er að stuðla að hollri hreyfingu og heilbrigðum lífsháttum. Að vera með íþessum leikum er aðalatriðið og þar hittist fólk frá ýmsum löndum með sameiginlegan lífsstíl sem felst í því að skemmta sér við iðkun íþrótta, útivist, söng og þjóðdansa á kvöldvökum. Úrslit í einstökum greinum eru tilkynnt jafnóðum en síðan eru verðlaun dregin út sem geta fallið hvaða þátttakanda sem er í skaut. Þannig eráhersla lögð á ánægjuna og gleðina sem fylgir þátttökunni. Meðal keppnisgreina og annarra greina, sem ekki fela í sér keppni eru: Badminton, mínígolf, körfuknattleikur, borðtennis, skák, bridds, handbolti, fótbolti, bæði 7 manna og 11 manna lið, frjálsar íþróttir, sund, blak, tennis, siglingar og fleiri greinar bæði fyrir karla og konur. Auk þessaerboðið upp á stangveiði, gönguferðir, hópleikfimi, skoðunarferðirog fleira þessháttar utan keppni. Islendingar eru duglegt fólk og fjölmargir eru þátttakendur í íþróttum og hollri hreyfingu. Margt bendir þó til þess að iðkunin sé tímabundin og í skorpum, en ekki jöfn og regluleg árið um kring. Að því þurfum við að vinna og jafnframt stækka þann hóp landa okkar sem setur heilbrigða lífshætti efst á blaðið hjá sér. Það fer mikið í vöxt að fyrirtæki greiði tíma fyrir starfsfólk sitt í íþróttahúsum, sundlaugum og líkamsræktar- stöðum, vilji það stunda einhverjar fþróttir. Ástæðan er sú að skilningur er á því meðal forsvarsmanna fyrirtækja að hraustur og heilbrigðurstarfsmaðurerbetri starfskraftur. Á Norðurlöndum eru til sérsambönd innan íþróttasamtakanna sem skipuleggja almenningsíþróttir, bæði meðal starfsfólks á vinnustöðum, en einnig og ekki síður fyrir aðra hópa í þjóðfélaginu sem vilja vera með í skipulögðu starfi en samt ófélagsbundið, ef þaðhentarbetur. Síðastliðin þrjú Iþróttaþing ÍSI hefur farið fram umræða um stofnun sérsambands um almenningsíþróttir, en því miðurhefuráhugifulltrúa veriðtakmarkaður og tillögum þess efnis vísað til nefnda og síðan frá. Skilningurábetraskipulagi íþrótta fyrir hinn almenna borgara hefur aukist, enda full þörf á aukinni fræðslu og þjónustu á þessu sviði. Stofna þarf sérsamband um þessi mál sem ásantt aðildarhópum sínum og væntanlegum starfsmönnum einbeiti sér að þjónustu og fræðslu til almennings á sviði hollrar hreyfingar og heilbrigðra lífshátta. Á stórsýningu sem haldin var í Svfþjóð í apríl voru Ólympíuleikar almenningsíþrótta kynntir og þar var einnig kynning á þjónustu félaga, stofnana og fyrirtækja sem bjóða þátttöku í líkamsrækt, framleiðslu á hollri fæðu og allskyns tækjum. Fengin var heimild Evrópunefndarinnar til að bjóða okkur Islendingum að verameð.einstökum hópunt eða sem heild þótt ekki værum við aðilar að Norrænu- eða Evrópusamtökunum, sem halda þessa hátíð. Þetta er stórkostlegt tækifæri og gæti verið fyrsta skrefið til aðildar að fyrrnefndum samtökum. Að upplifa 6000 manna Íþróttahátíð með setningarathöfn, keppni í íþróttum eðaþátttöku ígönguferðum tafli, eða stangveiði, kvöldvökur með spjalli og dansi í hópi fólks frá ýmsum löndum með sameiginlegan lífsstíl hlýtur að vera eitthvað fyrir mörg okkar. Við skulum taka boðinu og fara saman til þátttöku íhinum svokölluðu Ólympíuleikum almennings í Norrköping í Svíþjóð 6.-9. júní 1991. AllarupplýsingarumleikanagefurHermann Níelsson Bláskógum 10, sími 97-11902. 32 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.