Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1990, Síða 33

Skinfaxi - 01.05.1990, Síða 33
G R E I N ÍKÍ að íþróttaháskóla? Ný stefna um málefni staðarins, verður hún að veruleika? íþróttirnar verða þungamiðja menntunar og starfsemi á Laugarvatni sagði Svavar Gestsson menntamála- ráðherra á fundi, sem haldinn var á Laugarvatni 15. mars s. 1. um málefni skólanna á Laugarvatni. Menntamála- ráðherra leggur til að skólarnir á Laugarvatni sérhæfi sig enn frekar á sviði íþróttamenntunar og að staðurinn sem slíkur og starfsemi þar verði að langmestu leyti sérhæfð við íþróttir og útiveru, heilbrigði og heilsurækt ásamt hússtjórnarfræðslu og umhverfis- málfræðslu. Menntamálaráðherra leggur til að rekstrarleg stjórn skólanna verði sameinuð, en faglegar einingar lúti faglegri stjórn. Samkvæmt stefnu menntamálaráðherra er lagt til að þungamiðja náms við Menntaskólann á Laugarvatni verði á sviði íþrótta og heilbrigðis, heilsufræði, næringarfræði og þeirra greina sem skyldar eru. Einnig verði sérstakar námsbrautir í hússtjórnar- og heimilisfræðslu og aðrar er hafi umhverfismálafræðslu að megin- markmiði. Nemendur geti þó, eins og verið hefur, lokið stúdentsprófi af bóknámsbraut. Iþróttakennaraskóli Islands verður gerður að Iþróttaháskóla íslands ef stefna þessi ummálefni Laugarvatnsnærfram að ganga, þar sem útskrifaðir yrðu íþróttakennarar er gætu kennt á öllum skólastigum. Einnig yrðu menntaðir íþróttaþjálfarar og leiðbeinendur sem starfa myndu fy rir íþóttahreyfinguna eða við forystustörf á sviði íþróttamála annarsstaðar í þjóðfélaginu. Háskólanám þetta yrði metið til 60-90 eininga og yrði í nánum tengslum við nám í Háskóla Islands og Kennaraháskóla Islands. Lagt er til að fjölþætt námskeiðahald á sviði íþrótta, félags- og æskulýðsmála verði rekið í Iþróttamiðstöð Islands og gott samstarf haft við Iþróttaháskólann og Menntaskólann á Laugarvatni. Mynd frá skólaslitum Í.K.Í. 2. júní 1990 Áframhald á þeirri uppbyggingu mannvirkja sem þegar er hafin á Laugarvatni verður miðuð við þessa stefnu og stórbætt nýting yrði á aðstöðu sem hefur ekki verið nægilega nýtt, t. a. m. á aðstöðu þeirri sem fyrir hendi er til hússtjórnarfræðslu. Ráðherra skýrði frá því að í bígerð væri að ráða sérstakan starfsmann í ráðuneytið til að vinna að undirbúningi frumvarps að lagasetningu um framtíð Laugarvatns, þarsem þungamiðjaallrar menntunar og starfsemi á staðnum væru íþróttir. Góða skemmtun á Landsmóti UMFÍ Kassagerð Reykjavíkur íslenskir Aðalverktakar s.f. Sparisjóðurinn í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Garði Sementsverksmiðja ríkisins, Akranesi Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum Skinfaxi 33

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.