Skinfaxi - 01.05.1990, Qupperneq 34
FASTI R ÞÆTTI R
Bama-þátturinn
Halló krakkar. Þakka ykkur fyrir
bréfin sem þið hafið sent mér. Ég hef
hins vegar ekki fengið eina einustu
vísu, en ég vona að þið bætið úr því áður
en næsta blað kemur út.
Nú nýlega var valið nafn á fuglinn sem
er tákn 20. Landsmóts UMFÍ, sem
haldið verður 12.-15. júlí í sumar. Ung
stúlka Kristín Þorsteinsdóttir úr
Hrútafirði sendi dómnefndinni besta
nafnið. Um 1000 tiliögur bárust, en
nafnið sem Kristín valdi er Goggi
gal vaski og það var enginn annar krakki
sem kom með sömu tillögu. Hér í
Barnaþætti Skinfaxa fræðumst við
nánar um þennan unga sigurvegara,
Kristínu Þorsteinsdóttur.
Kristín Þorsteinsdóttir er 12 ára frá
Reykjum í Hrútafirði. Hún stundar
íþróttir með Ungmennaféláginu
Dagsbrún í Hrútafirði.
Foreldrar hennar heita Þorsteinn
Sigurjónsson og Aðalheiður
Böðvarsdóttir og Kristín á þrjú systkini.
Helstu áhugamál eru: Hestar, tónlist,
frjálsar íþróttir og fótbolti. Kristín á
einn hest sem heitirRauður. Uppáhalds
íþróttamaðurinn er bandaríska
frjálsíþróttakonan Florence Griffith
Joyner.
I sumarfríinu ætlar Kristín að vera fimm
daga í sumarbúðum að Hólum í
Hjaltadal. Hún hefur aldrei farið á
Landsmót UMFl, en ætlar alveg
örugglega að fara á Landsmótið í
Mosfellsbæ í sumar.
En hvað ætlar Kristín að gera við 25
þúsund kónurnar sem hún fékk í
verðlaun fyrir nafnið á fuglinn? Hún
ætlar ekki að kaupa sér föt, hún ætlar að
leggja verðlaunaféð í banka.
Pennavinaþáttur
Þeir sem vilja eignast pennavini geta
sent nafnið sitt og heimilisfang, ásamt
helstu áhugamálum til Barnaþáttar
Skinfaxa Öldugötu 14, 101 Reykjavík
og verður þá nafnið birt í Skinfaxa og
vonandi fylgja einhverjir pennavinir í
kjölfarið.
Getraun
ísíðastblaðiSkinfaxa l.tbl. 1990hófst
getraunakeppni fyrir böm. Nú birtist
síðari hluti getraunarinnar og ég skora
á ykkur að vera með. Verðlaun fyrir
rétt svör í báðum hlutum keppninnar
verða allient á 20. Landsmóti UMFÍ12.
-15. júlí í Mosfellsbæ.
Kistír Þorsteinsdóttir
Smásagnasamkeppni
Barnaþátturinn leitar nú að góðum
höfundi að smásögu. Sagan verður að
vera stutt og gæti verið um allt milli
himins og jarðar. Sagan gæti t. d. verið
unt krakka sem fær að keppa í fyrsta
sinn á stóru íþróttamóti og gengur e. t.
v. svolítið illa, en allt fer vel að lokum.
Ritsnillingar sendið Barnaþættinum
söguna ykkar.
Heiiræði Barnasíðunnar eru: Þegctr
eitthvað gengur ekki eins vel og þú
œtlaðir, hertu þú upp hugann og reyndu
hara aftur.
Bestu kveðjur,
Una Mæja
Getraun
1. Hvaða íslendingar hafa
unnið til verðlauna á
Olympíuleikum?
2. Hvar býr og starfar,
spjótkastarinn
Iris Grönfelt?
3. Fyrir hvað stendur
skammstöfunin UÍA?
4. Hvaða ár kom Skinfaxi
fyrst út?
5. Hvaða þekktur stjórnmála-
maður hefur verið ritstjóri
Skinfaxa?
Krakkar frá dagheimilinu Hlíð í Mosfellsbæ
34
Skinfaxi