Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 7
G R E I N er einfaldlega það sem skiptir mestu máli, ekki aðeins ti 1 að halda líkamanum í formi, heldur einnig til að efla sjálfsþekkingu og sjálfstraust, auka tilfinninguna fyrir eigin getu og Iæra að nýta sérhana. En stundum þarf fleira að koma til. Öll þekkjum við sögur um „toppíþróttamenn" sem léku langt undir getu þegaráhólminn kom. Þá segirfólk gjarnan að viðkomandi hafi „klikkað á sálfræðinni“, menn hafi verið taugaóstyrkir, ekki þolað spennuna o.s.frv. IVleð öðrum orðum: sálfræði- legum undirbúningi hefur verið ábótavant. Það hefur færst mjög í vöxt undanfarin ár að þjálfarar og íþrótta- menn vinni markvisst að sálfræðilegum undirbúningi. Iþróttasálfræðin er ung fræðigrein í örum vexti, og framlag hennar til bæði almennings- og keppnisíþrótta verður stöðugt mikilvægara. Viðmunum hérfjallaum tvo sálfræðilega þætti sem vitað er að hafa nýst íþróttamönnum vel og tiltölulegaauðvelthefurreynstað vinna með, en það eru slökun og væntingar. Hvers vegna slökun? Til erumargs konarslökunaræfingarog -kerfi. Það er nokkuð útbreiddur misskilningur að slökunaræfingar séu einhvers konar indversk trúariðkun, og fáir virðast vita að vestrænir vísinda- menn hafa þróað ágætar slökunar- æfingar sem hafa verið þaulprófaðar á rannsóknarstofum. Því má fullyrða að góðar slökunaræfingar geti reynst iðkendum afar hagnýtar, hvort sem um er að ræða leikmenn sem vilja fyrirbyggja streitu í dagsins önn, eða íþróttamenn sem vilja læra að stjórna eigin spennustigi. Ekki verður tekin afstaða til þess hér hvers konar æfingar eru „bestar“, enda er þar um flókið mál að ræða. Við viljum hér aðallega minnast á eina tegund slökunar, svonefnda vöðvaslökun (progressive muscle relaxation), endamun sú tegund slökunar vera vinsælust meðal íþróttamanna. Astæðurnarfyrir þvíeru margvíslegar. I fyrsta lagi er þessi tegund slökunar oft nefnd „virk slökun", þ.e.a.s. hún byggir talsvert á athafnasemi iðkenda, en það lætur mörgum íþróttamanninum vel. Vöðvaslökun „Spenna" „Slaka" byggist á því að iðkendum er kennt að fara markvisst yfir helstu vöðvakerfi líkamans og spenna og slaka á vöðvunum á víxl. Þeir sem eru í góðu líkamlegu formi eru jafnan fljótari að tileinka sér slíka slökun en aðrir, og vel fer á því að gera slíkar æfingar í lok venjulegra íþróttaæfinga. Nánari leiðbeiningar um vöðvaslökun er að finna hér annars staðar í blaðinu. En hvaða kosti hefði það í för með sér að læra slökun? Hvernig gæti slökun nýst íþróttamanni? Við viljum benda hér á 4 nrikilvæg atriði: 1) Sannað er að vöðvaslökun minnkar mjög streitu og lækkar vöðvaspennu. Þegar vöðvi er spenntur eykst spenna í honum, en þegar slakað er að nýju m innkar spenna og verður m i n n i en hún var áður en spennt var. Það má því segja að iðkandinn „kreisti úr sér “ spennuna. 2) Þegar iðkandinn hefur hlotið þjálfun Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.