Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 8
G R E I N Jákvæöar hugsanir eru undirstaða árangurs. að þekkja vel muninn á spenntum og slökum vöðvum verður hann mun næmari fyrir eigin iíkama en áður. Tilfinning fyrir Iíkamanum batnar og hann verður meðvitaðari en áður urn spennustig sitt, ef einhver vöðvi spennist óeðlilega mikið verður hann fljótt var við það og kann að bregðast við því. 3) Slökun leiðir til betri hvíldar og endurnýjunar. Það er oft vandamál hjá íþróttafólki að geta ekki slakað á fyrir keppni, en slökun auðveldar t.d. eðlilegan svefn. 4) í keppni vill spenna og „tauga- veiklun" oft ná tökum á íþróttamönnum. Þeir sem hafa tileinkað sér góða slökun eiga oft auðvelt með að beita „skyndislökun“ á stund og stað og ná þar með góðum tökum á sjálfum sér. Væ ntingar Segja má að slökun beinist fyrst og fremst að streituviðbrögðunum sem slíkum: sá sem nær góðum tökum á slökun lærir að þekkja eigin spennu og stjórna henni. En það er ekki síður mikilvægt að átta sig á því livað það er sem kemur spennu af stað. Iþróttamenn standa ekki beinlínis augliti til auglitis við óargadýr þegar þeir eru í keppni. „Óargadýrið" verða þeir að búa ti 1 sjálfir, þeir verða nreira og rninna sjálfir að skapa þörfina fyrir hærra streitustig, gera góðan árangur eftirsóknarverðan og túlka aðstæður sem nógu „al varlegar“ til að hækka spennustig. Venjulega er þetta þó ekki vandamál hjá íþrótta- mönnum, spennan er oftast fyrir hendi og frekarof mikil enoflítil. Hérskiptir mestu máli hvernig við túlkum aðstæðurnar og upplifum spennuna. Tveir menn geta brugðist við sömu aðstæðum á afar mismunandi hátt. Það er mikill munur á því hvort maður fy lgir spennu eftir með jákvæðum hugsunum, upplifir hana sem vellíðan og hreysti og hlakkar til að beina henni til átaka, eða hvort maður upplifir hana á neikvæðan hátt, veltirsér upp úrefasemdum, leyfir hræðslu að brjótast fram og verður loks skelfingu lostinn. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að við eigum hér valmöguleika. Það er ekkert náttúru- lögmál að einn fyllist hræðslu þegar annarfyllisteldmóði viðsömuaðstæður. Hér er um að ræða þjálfunaratriði. A5 hitta í mark Rannsóknir benda til þess að hugsanir' okkarhafi mikil áhrif álíkamlegafærni. Vel rannsakað dærni um það er hittni í körfubolta. Hugsum okkur þrjá hópa körfuboltamanna, alla svipaða að getu. Einn hópurinn æfir skot á hefðbundinn hátt í einhvern tíma. Næsti hópur æfir ekkert. Þriðji hópurinn æfir eingöngu í huganum, þ.e.a.s. einstaklingunr er kennt á markvissan hátt að sjá sjálfa sig í huganum skjóta á körfu aftur og aftur úralls kyns færum og hitta alltaf. Síðan er hittni hópanna þriggja könnuð. Kemur þá í Ijós að fyrsti hópurinn, sá sem æfði á hefðbundinn hátt, hittir trúlega best. Annar hópurinn, sá sem ekkert æfði, hittir mun lakar. En það merkilega er að sá hópur, sem aðeins æfði í huganum, hittir svipað eða e.t.v. örlítið lakar en fyrsti hópurinn. Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að sjá hvernig farið hefði fyrir fjórða hópnum ef sá hefði fengið neikvæð fyrirmæli, s.s. að æfa sig í huganum við að skjóta aftur og aftur á körfu og hitta aldrei! Hvaða lærdóm má draga af þessu? I fyrsta lagi að „hugur þarf að fylgja máli“til að árangur náist. I öðru lagi að unnt sé að undirbúa sig andlega ekki síður en líkamlega og að andlegur undirbúningur hefur áhrif á líkamlega færni. Iþriðjalagiaðjákvæðarhugsanir 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.