Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 19
HREYFIÞROSKI Börn fá góða líkamsþjálfun í leik, er þeim ekki lengur gefið tækifæri tilaðleikasér? Leikurinn er ekki sóun á tíma, hann er nauðsynlegur fyrir alla. Góð hreyfing er undirstaða almennrar vellíðunar. Sum sex ára börn geta ekki hoppað á einum fæti án þess að missa jafnvægið. Hvers vegna er hreyfifærni þeirra svo skammt á veg komin? Hvað er það sem gerir það að verkum að þau fá ekki þá þjálfun sem þeim er nauðsynleg? Hefur hreyfiþjálfun barna áhrif á námsárangur þeirra? Mönnum verður nú tíðrætt um aðbúnað barna og unglinga í velferðarþjóð- félaginu. Sífelltmeiri vinnafullorðinna gerir það að verkum að tíminn til að sinna börnunum verður minni. Mamman erekki lengurheima, þarsem hún varalltaf til taks. í mörgum nýjum hverfum er engin aðstað fyrir börn ti 1 að leika sér úti og bílastæðum fjölgar á kostnað barnaleiksvæða. Foreldrar koma þreyttir heim úr vinnunni og hafa ekki kraft til að halda þær reglur sem þeirhafaeinu sinni sett. Þeirhafaengan tíma til að leika sér við börnin sín og hver man ekki eftir þessum orðum: „Æ hættu þessum, böl vuðum látum, geturðu ekki kveikt á „videóinu” og horft á spólu”. I mörgum grunnskólum landsins er lítil eða engin íþróttakennsla fyrir yngstu börnin. Sumirskólargefaóárabörnum kost á einum leikfimitíma á viku, en skólunum er frjálst að hafa tíinana fleiri og þar sem aðstæður leyfa eru tvær íþróttastundir á viku. Börnin fá þó einnig ýmsa aðra hreyfiþjálfun hjá almennum kennurum utan íþróttatíma og er þá t.d. farið í ýmsa leiki. í þeim skólum sem hafa ekki íþróttahús má auðveldlega bæta úr bráðum vanda með því að nota stórar kennslustofur eða sali til íþróttakennslu. „Ef hreyfiþroski barna er lítill verða þau undir í leik og starfi" Skinfaxi 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.