Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 37
ÍÞRÓTTAMANNVIRKI Nýtt íþróttahús hannað með það að markmiði að vera sem ódýrast í byggingu og rekstri . Sparnaður er nokkuð sem við reynum að tenija okkur, en |>að gengur misjafniega vel. Með hugsun og yfirvegun má spara á margan hátt og jafnvel þegar íþróttahús eru byggð má spara fermetrana, lækka hitunar- kostnað, rafinagnskostnað og draga úr starfsmannahaldi. Snemma í janúarmánuði var vígt nýtt og glæsilegt íþróttahús í Þorlákshöfn að viðstöddu miklu fjölmenni, en alls munu um 800 manns hafa verið við vígsluna. IþróttaunnenduríÞorlákshöfn hafa lengi mátt búa við þröngan kost og er það sérstakt gleðiefni fyrir þá þegar nýtt íþróttahús er nú tekið í notkun eftir að hafa verið einungis tvö ár í byggingu. Iþróttahúsið stendur við hlið sundlaugarinnar og er 1570 fermetrar að grunnfleti, en gólfflatarmál þess með efri hæð er 1815 fermetrar. Þessi eru strax farin að æfa á nýja gólfinu Iþróttasalurinn, sem er löglegur keppnisvöllur allra innigreina, er 1150 fermetrar og á áhorfendabekkjum er áætlað að 700-800 áhorfendur komist fyrir í sæti. Húsið mun hafa kostað um 105-110 milljónir króna, en uppreiknað er það metið á 122 milljónir króna. Samsvarandi hús í Reykjavík myndi kosta um 160 milljónir króna. Hluti þessarar upphæðar, eða um 10 milljónir króna, fóru þó til endurbóta á sundlaug, þar sem m.a. voru keyptir heitir pottar. VT teiknistofan á Akranesi hannaði húsið, sem svipar nijög lil íþróttahúss þeirra Skagamanna. Húsin eru bæði hönnuð með það að markmiði að vera hagkvæm í byggingu og ódýr í rekstri. Árlegur hitunarkostnaður jafnast á við tvö einbýlishús Jón Runólfsson, einn af aðstandendum VT teiknistofunnar sagði í samtali við Skinfaxaaðþessi byggingaraðferð væri ódýr, en samt traust og góð og sérstakir öryggisþættir væru í frágangi hennar. Hann sagði að kerfið væri byggt þannig upp að i n nst væru 1 ímtrésbitar, ofan á þá væri sett stálklæðning, þar ofan á plast sem væri læst sérstaklega saman. þannig að ef raki kæmist í gegn þá rynni hann út af plastinu. Þá kæmi 20 cm þykk steinul lareinangrun, síðan vindpappi og Skinfaxi 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.