Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 9
G R E I N að bæta sér þau upp. Sá sem ekki hittirhefurhugann við allt annað. Hans hugsanir snúastaðallega um mistök og „hræðilegarafleið- ingar“ þeirra. Hann er uppfullur af hugsunum um væntanleg mistök, það veldur kvíða en ekki tilhlökkun, og sá „huglægi undir- búningur" sem líkaminn fær er að „hitta ekki“, athyglin beinist að hinu neikvæða. Einar Vilhjálmsson fylgir spennunni eftir meö jákvæöum um mann sjálfan hafa betri áhrif en engar eða neikvæðar hugsanir. Segja má að væntingar okkar sjálfra til eigin getu skipti höfuðmáli, þ.e.a.s. hvernig við hugsum um okkur sjálf. Og loks í fjórða lagi skiptir miklu máli við hvað við höfunt hugann. Itarlegri rannsóknir hafa t.d. leitt í Ijós mismunandi þankagang hjá mönnum sem tekst vel upp og hinum sem tekst illa upp við ákveðin verkefni þrátt fyrir svipaða þjálfun oghæfileikaaðöðru leyti. Dæmi má áfram taka úrkörfubolta. Þarmá t.d. finna einstaklinga sem hafa náð mjög góðri skotnýtingu í vítaskotum, og aðra sem hafa lélega nýtingu. Komið hefur í ljós skýr munur á þankagangi og væntingum þessara manna. Sá sem hittir hefur hugann greinilega við jákvæðan árangur. Hann býst við því að hitta, sér sjálfan sig í anda hitta og hlakkar til. Verði honum á mistök er hann fljótur að gleyma þeim, þau eru eðlileg, en hlakkar til að fá tækifæri til Huglægur undir- búningur fyrir keppni er þjálf- unaratriði. Iþrótta- menn geta til- einkað sér þanka- gang sem skilar árangri, viðhorf manna og vænt- hugsunum. ingar eru ekki óbreytanleg staðreynd. Akveðni og viljastyrk má þjálfa upp eins og hverja aðra færni, og það er hverjum íþróttamanni nauðsynlegt að kunna að umgangast sigra og ósigra á þann hátt að það bitni ekki á árangri. En það krefst vinnu og þekkingar eins og öll önnur þjálfun. Vöðvaslökun Nauðsynlegt er að æfa a.m.k. tvisvar á dag fyrstu 3-4 vikurnar. Hver æfing tekur 15-25 mínútur. Fyrstu tvær vikurnar er nauðsynlegt að þjálfa (spenna/slaka) hvern vöðva eða vöðvahóp sérstaklega. En þegar fram líða stundir er gott að taka stærri svæði í einu, t.d. spenna allan efri hluta líkamans sér og síðan neðri hlutann, og loks allan líkamann, en þá tekur hver æfing mun skemmri tíma. Mikilvægt er að “gefa rétta skipun” (upphátt eða í hljóði) í hvert skipti og spennt er, segja “SPENNA”, og einnig þegar slakað er, segja “SLAKA”. Reyna síðan að fylgjast vel með, þ.e. finna bæði og muna hvernig maður upplifir spenntan/slakan vöðva. Við lok hverrar æfingar er gott að liggjakyrr og “skanna” eða fara yfir líkamann, leita að spennu og eyða henni. Vanalega er spennt í u.þ.b. 5-7 sek; slakað í 30-40 sek. Þá er gott að byrja hverja æfingu með því að athuga andardráttinn, þ.e. anda djúpt og rólega, segja “rólegur/róleg” og nota magaöndun. Vöðvahóparnir Hendur og handleggir 1) Hægri hönd og framhandleggur (kreppa og sveigja úlnlið) 2) Hægri upphandleggur (svona sterkur) 3) Vinstri hönd og framhandleggur 4) Vinstri upphandleggur Ath. að örvhentir byrja vinstra megin Andlit og háls 1) Enni og augu (loka fast og hrukka ennið) 2) Kjálki, kinnar, varir og tunga (bíta fast saman, þrýsta tungu fram, herpa varir saman) 3) Hnakki og háls (draga höku niður á bringu og toga á móti) Bolur 1) Axlir og bak (draga herðablöð saman. spenna sig í boga) 2) Brjóst (fylla lungun af lofti, andvarpa vel!) 3) Magi (undirbúa högg) Fætur og fótleggir 1) Læri og rass (þrýsta hælum í gólf og herpa rass) 2) Kálfar (draga tær að hnjánt) 3) Fætur (kreppa tærnar, reyna að snerta iljarnar) Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.