Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 15
SUNDÞJALFUN skapað skemmtileg kynni og gefur þér, eins og segir í aug- lýsingunni “hraust- legt og gott útlit”. Sundiðkuner gulltryggð heilsuvernd: Minni líkur á að fá umgangspestir. Minni líkur á hjarta- áfalli. Styrkir lungu þín og lijarta. Helduryfirvigtinnií skefjum. Eykur viðbragð þitt, snerpu ogjafnvægis- skyn. Styrkir vöðva, sinar og liðbönd. b) Syntu 3 til 5 laugarlengdir þrisvar til fjórum sinnum íviku. Aukaskal hraðann rétt áður en þú snertir bakkann við 25 eða 50 metra markið. Byrjaðu sundið með rólegum tökum og andaðu reglulega frá þér og að, í hverju taki. Sá sem andar ekki í takt við sundtökin syndir aldrei rétt. Forðastu því að halda niðri í þér loftinu, blástu vel frá þér ofan í vatnið. Þegar þú átt svo eftir 3-4 metra að bakkanum, rey ndu þá að auka hraðann eins og þú treystir þér til og hvíldu svo vel á eftir eða þar til öndunin er orðin eðlileg á ný. Ef þú syndir í 50 m laug skaltu í byrjun ekki liika við að velta þér á bakið og blaka (drilla) með fótum, sérstaklega ef langt er um liðið frá því þú fórst síðast í sundlaug. 2. vika Fjölgaðu ferðum og syntu 5-7 laugarlengdir. Farðu eins að, farðu rólega af stað, en auktu síðan hraðann í lok hverrar umferðar. Um aö gera að nota plássið. Þær leiðbeiningar sem hér fara á eftir eiga allir að geta tileinkað sér. Auðvelt er að auka við álagið smátt og smátt eftir því sem sundlaugarferðum fjölgar og færni eykst. Leiðbein- ingunum er skipt í tvo þætti með misjöfnu álagi og er hvor þáttur sjálfstæður út af fyrir sig. Iðkandi getur byrjaðá þætti I eða II, allteftir því hver sundfærni hanser. Efþérfinnastþessar æfingar of auðveldar þá má tvöfalda allartöluríæfingunumog vegalengdum, þannig að álagið fyrir þá, sem meira kunna og geta, eykst að sama skapi. Fyrsti þáttur er fyrir þá sem eru að byrja eða hafa ekki farið í sund lengi og ætla sér nú að æfa reglulega. Byrjaðu rólegaog reyndu aldrei of ntikið á þig í upphafi. Hitaðu upp vöðva og allan líkamann í sturtunni eða lauginni sjálfri en ekki uppi á köldum bakka. Notaðu baksundið til að hvíla þig á á ntilli ferða og slappaðu svo af í lokin. I. Þáttur Teygjuæfingarog róleg byrjun 1. vika a) Gerðu einfaldar teygjuæfingar í sturtunni: Höfuðhreyfingar til hægri og vinstri, fram og til baka. Teygðu hendur á víxl eins hátt upp og þú getur og eins langt aftur og þær komast. Spenntu greipar og teygðu á sama hátt jafnt með báðum höndum. Mjaðma- og mittisæfingar, hnébeygjur og réttur. Tá- og hællyftur og að vera innskeifur og þá útskeit'ur á víxl. Kældu sturtuvatnið smátt og smátt niður í 12 til 15 gráður, ekki ískalt, áðuren þú ferð ílaugina, þávirkarlaugin notalegri. Andaðu djúpt að þér og frá, tvisvar til þrisvar sinnum áður en þú ferð ofan í laugina. Skinfaxi 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.