Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 17
LANDSMÓT Landsmót fjölskyldunnar á Laugarvatni 1993 Nú hafa HSK-menn forinlega ákveðið að 21. Landsmót UMFÍ verði haldið á Laugarvatni árið 1993. Samþykkt þess efnis var gerð á 69. sambandsþingi HSK, sein haldið var 23.-24. febrúar á Skógum. HSK-menn eru ekki óreyndir í landsmóts- haldi, en þeir hafa alls haldið51andsmót. Pau voru haldin í Haukadal 1940, í Hveragerði 1949, á Þingvöllum 1957, á Laugarvatni 1965 ogáSelfossi 1978. Laugarvatn er mjög ákjósanlegur staður fyrir landsmótshald. Fyrir utan þá náttúrufegurð sem staðurinn hefur upp á að bjóða er aðstaða fyrir margskonar íþróttir ntjög góð. Nýtt, fyrsta flokks íþróttahús er á staðnum, búið öllum helstu tækjum. Þá hefur önnur íþróttauppbygging verið markviss.malarvöllurendurbætturo.fl Aðstöðumál hafa þó verið í nokkurri óvissu þarsem tjárlög ríkisins fyrirárið 1991 gáfu ekki tilefni til þess að hægt yrði að halda landsmót á Laugarvatni 1993. Ríkið, sem er eigandi að öllum skólum og allri aðstöðu áLaugarvatni, hefur nú gefið vilyrði fyrir um 30 milljónum króna lil byggingar útisundlaugar. Sundlaugin verður 25 metra löng, gerð úr stáli og gert er ráð fyrir því að hægt verði að byggja yfir hana síðar. Framkvæmdir við sundlaugina munu að öllum líkindum hefjast með vorinu. Aðalleikvangurinn á Laugarvatni er í slæmu ásigkomulagi og talið er nauðsynlegt að verja um 15 milljónum króna til lagfæringar á honum. Um er að ræða end urnýj un gerviefnis á 5 hringi, en 6 hlaupabrautir meðfram langhlið. Engarfjárveitingarfrá rfkinu liggjafyrir til uppbyggingaraðalleikvangs áþessu ári. Þá er talið brýnt að verja 11 milljónum króna til ýmissa endurbóta, viðhalds og tækjakaupa á þessu ári. Brýnt að hefja strax markvissan undirbúning Formaður Landsmótsnefndar HSK er Guðmundur Kr. Jónsson, gamalkunnur frjálsíþróttamaður og forystumaður innan HSK. Hann leggur áherslu á að haldið verði heildstætt mót þar sem keppendur og gestir hafi það á tilfinn- ingunni að þeir séu þátttakendur í einu móti, burtséð frá því um hvaða greinar er að ræða. Þessvegna verði lögð megináhersla á að keppnisgreinafjöldi og umsvif mótsins miðist við þær aðstæður sem fyrir hendi verða á Laugarvatni, þannig að hver grein fái notið sín. Mikið hefur verið rætt um að stytta mótið frá því sem var í Mosfellsbæ og byrja mótið á fimmtudegi í stað miðvikudags eins og gert var á Landsmótinu á Húsavík 1987. Keppenda- og tjölskyldubúðir verða á túnunum við lilið aðalleikvangsins og mun það án efa verða til mikilla þæginda fyrirkeppendursemfjölskyldufólk,því stundum hafa rnenn kvartað yfir því fjarlægðinni frá tjaldbúðum á mótssvæðið. HSK menn standa nú í samninga- viðræðum við IMI, sem kemur fram fyrir liönd ríkisins og skólanna á staðnum. Um er að ræða samning um áframhaldandi uppbyggingu og afnot af íþróttamannvirkjum og allri aðstöðu á Laugarvatni. Vonast er til að samningar verði bundnir fastmælum um miðjan maí í vor. Guðmundur sagði að sér litist illa á málin ef samningar tækjust ekki og þá yrði Landsmótsnefnd að endurmeta alla stöðuna. Og þó svo að enn hefði engu fjármagni verið varið til aðalleik- vangsins yrðu menn auðvitað rólegri ef samningar tækjust, því þá væri kornið loforð fyrir því að allt yrði tilbúið á Landsmóti 1993. Guðmundur sagði það mjög brýnt að fá úrþessu skorið því HSK-menn ætluðu strax að hefja markvissan undirbúning fyrir mótið. Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.