Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 24
I Þ R 0 TTIR Fjölmenni á nýjárssundi fatlaðra Verðlaunahafar talið f.v. Snorri S. Karlsson, SH, Birkir R. Gunnarsson, ÍFR og Katrín Sigurðardóttir, Suöra. Árlegt nýjárssund fatlaðra barna og unglinga fór fram í Sundhöll Reykjavíkur 6. janúar s.l. og var það haldið í áttunda sinn. Á mótinu kepptu fötluð börn fædd árið 1974 og síðar. Keppt var í flokki hreyfihamlaðra, þroska- heftra, blindra, sjónskertra og heyrnarlausra. Fyrirkomulag mótsins var þannig að hverjum keppanda voru gefin stig eftir alþjóðlegri stigatöflu og fengu þrír stigahæstu keppendur mótsins verðlaun. Allir áttu því jafna möguleika til sigurs. Mótið fór vel fram og var sérstaklega hátíðlegt. í tengslum við mótið voru ýmis skemmtiatriði. Gunnar Guð- mundsson, sem er einhentur og blindur spilaði jóla- og þrettándalög á harmoniku og Alda Lilja Sveinsdóttir sýndi áhorfendum skrautsund. Það var Birkir Rúnar Gunnarsson, íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík sem varð stigahæstur og hlaut 509 stig fyrir 50 m bringusund, sem hann synti á 46,01 sek og setti þar með glæsilegt íslandsmet í sínum flokki, B1, en það er það flokkur blindra. Hann setti einnig Islandsmet í 50 m baksundi sem hann synti á 47,12 sek. Birkir Rúnar vann besta afrek Nýjársmótsins og af því tilefni veitti hann Sjómannabikarnum viðtöku,en sábikarergefinnaf Sigmari Ólasyni sjómanni frá Reyðarfirði. „Ætla að ná lágmarki á Norðurlanda- meistaramótið” Birkir Rúnar er 13 ára. Hann byrjaði að æfa sund sex ára gamall hjá Jóni Hauki Ólafssyni í blindradeildinni, en æfir nú með Iþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík undir stjórn Kristínar Guðmundsdóttur þjálfara og er í ört vaxandi framför. Skinfaxi hitti Birki að máli og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Pú hefur verið að œfa út um allan bœ, finnstþér aðstaðan sem þú hefurnógu góð? „Aðstaðan er langt frá því að vera nógu góð. Ég æfi mest í Hátúninu og svo í Sundhöllinni. Laugin íHátúninu er allt of stutt bara 16 m og vatnið er 32 stig, en það ætti að vera27-28 stig. Við erum búin að sækja um æfingaaðstöðu í nýju 50 m sundlauginni í Kópavoginum.” Hvað œfir þú lengi og oft í viku? „Ég æfi núna þrisvar í viku, en ef við fáum aðstöðu til að æfa í Kópavogslauginni þá æfum við sex sinnum í viku. Ég syndi 3,2-4 km á hverri æfingu sem tekur 2-3 klukkustundir, en þar af erum við oft í þreki í eina klukkustund.” Hvert er aðalmarkmið þitt núna? 24 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.