Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 16
SUNDÞJALFUN 3. vika. í þriðju viku á að vera auðvelt fyrir þig að synda 200 metra og þaðan af lengra. Þegar þú hefur lokið þeim skaltu byrja á því að auka enn við snerpu þína og viðbragð. Syntu þversum yfir laugina, 4-5 sinnum eins hratt og þú getur, en hvíldu þig vel á milli. 4. vika I fjórðu viku endurtekurðu það sama og í þeirri þriðju og leggur þá áherslu á góða og djúpa öndun í sundinu. Þú getur endurtekið fyrsta þátt og bætt við lengd sundsins eftir því sem þú telur henta þér best. Annar þáttur er byggður upp þannig að áhersla er lögð á að bæta enn þol þitt, líkamsstyrk og snerpu. Þol, snerpa, líkamsstyrkur. II. Þáttur Aukið þol, líkamsstyrkur og snerpa Þeir, sem eru vanir sundlaugarferðum, geta byrjað á þessum þætti. 1. vika Gættu þess alltaf að hita líkamann vel upp fyrir átökin og taka nokkrar teygjuæfingar í upphafi, í og við sturtuna og hita síðan rólega upp í lauginni. I fyrstu viku skaltu synda viðstöðulaust 4-6 leiðirog stöðvasíðan íeinamínútu og endurtaka sömu vegalengd tvisvar sinnum. Þessa æfingu endurtekurðu þrisvar, fjórum eðafimm sinnum í fyrstu viku eftir því sem líður á hana. 2. vika I þessari viku bætirðu við og syndir viðstöðulaust 6-8 laugarlengdir með einnarmínútuhvíldámilliogendurtekur síðan einu sinni. I lok vikunnar endurtekurðu þetta tvisvar. Alls æfirðu þetta í þrjú til fjögur skipti í vikunni. Þolsund annan daginn, stutta spretti hinn daginn. 3. vika Þriðja vika rennur upp og þú finnur þig betur undirbúinn/búna undir örlítið meira álag. Nú syndirðu átta laugarlengdir rösklega en stöðvar við hvern snúning í hálfa mínútu. A eftir syndirðu rólega 1 til 3 leiðir ýmist baksund, bringu- eða skriðsund og lætur þig fljóta vel. Þér finnst þetta eflaust erfitt fyrsta daginn, en þegar þú hefur endurtekið þetta í þrjú til fjögur skipti, finnurðu strax mun á þvíhvernig líkami þinn og vöðvar taka við sér. 4. vika I tjórðu viku er kominn tími til að æfa þolsund, synda 400-600 metra annan hvern dag í vikunni, þ.e. mánudag, miðvikudag og föstudag. Þriðjudag og fimmtudag æfirðu stuttar vegalengdir með rösklegum og hröðum handa- og fótatökum, minnst 8-12 laugarlengdir, meðstuttum hvíldum ámilli. Ef þúferð aðeins tvisvar ílaug íviku þáskaltu æfa þetta til skiptis þá daga sem þú mætir. Heilræði: Hafðu reglu á sundlaugarferðum, reyndu að koma á sama tíma á sama stað. Byrjaðu allaræfingar með upphitun og rólegu sundlagi í upphafi. Farðu aldrei saddur í laug. Notaðu heita pottinn sem góða afslöppun og vertu ekki lengur en 10 mínútur í honum. Efandardrátturerör, vöðvarstífirog þú mæðin/neftiræfingueræfinginoferfið. Hvíldu þig þá og minnkaðu álagið. Vegalengd sundæfinganna er ekki aðalatriðið, heldur regluleg mæting á sundstaðinn. Reyndu að synda l'leiri en eina sundaðferð, það eykur ánægjuna. Ljúktu öllum sundlaugarferðum með léttum teygjuæfingum eða strokum. 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.