Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTAMANNVIRKI Eftir er að byggja 614 fm búningsklefahús, þá verður byggt yfir gömlu lauginaog þá aðstöðu sem henni fylgir, hús sem verður að grunnfleti 820 fm. Þá verður innréttuð aðstaða fyrir heilsuræktarstöð og gufubað í kjallara nýju sundlaugarinnar. Sérstök barnalaug er enn ógerð, en það verður að teljast ókostur að gert er ráð fyrir henni til hliðarviðhinanýju laug lengsl frá sjálfu sundlaugarhúsinu. Slík staðsetninghlýturað gerastarfsmönnum erfitt fyrir með eftirlit, þó svo að 6 tölvumyndavélar séu til þess gerðar að eftirlit verði betur tryggt. Aætlaður kostnaður við sundlaugar- mannvirkið, sem nú het'ur verið tekið í notkun er nálægt 260 milljónum króna, en áætlað er að um 200 milljónir króna fari í þær framkvæmdir sem eftir eru. Forstöðumaður sundlaugar Kópavogs er Strandamaðurinn Ingimundur Ingimundarson. Hann er gamalkunnur ung- mennafélagi, hefur þjálfað sund og frjálsar íþróttir hjá inörgum samböndum og einnig verið framkvæmdastjóri. Síðustu ár hefur Ingimundur verið fram- kvæmdastjóri Ungmennasam- bands Borgarfjarðar. Ingimundursagði ísamtali viðSkinfaxa að sér likaði nýja starfið vel, það væri Ingimundur tekur viö mynd af sundlauginni úr hendi Kristins Kristinssonar formanns byggingarnefndar. krefjandi, en skemmtilegt. „Ég held að reynsla mín af margháttuðum störfum hjá héraðs- samböndunum komi mér að góðum notum, t.d. í sambandi við stjórnunar- störf og ég hef fengið mikla reynslu úr Félagsmálaskóla UMFÍ. Hvenar hefjast áframhaldandi framkvœmdir við sundlaugina oghvað er það sem gert verður? „I sumar verður stefnt að því að taka í notkun vatnsrennibraut fyrir krakka og einnig hefur verið talað um að setja upp aðstöðu fyrir ljósabekki. En það er mjög aðkallandi að byggja búnings- klefann sem á að koma á milli sundlaugannaogeinnig heita potta. Við vonumst til að framkvæmdir hefjist ekki síðar en 1992. En allt kostar þetta peninga og hver áfangi hleypur á tugum milljóna.” Hvernig hefur svo aðsóknin verið, hverjir eru háannatímarnir? „Morgunhanarnir koma milli 7 og 8 á morgnana, en mesti annatíminn er síðdegis, þegar börnin eru komin úr skólanum og fólk er búið að vinna. Annars hefur aðsóknin verið nokkuð sveiflukennd, opnunarvikuna gerði margumtalað óveður og við þurftum að lokaumtíma. Égheldað sunnudagurinn 17. febrúar sé sá besti hingað til, en þá komu rúmlega 700 manns í sund.” Kennuslusund íKópavogi hefur verið í molum síðan um síðustu áramót, hvað vilt þú segja um það mál? „Já, það er alveg rétt og ástæðan er sú að skólasundið var ekki skipulegt fyrir allt skól aárið og þegar t i 1 átti að taka rey ndi st mjög erfitt að fá kennara. En það mál er nú komið í réttan farveg. Skólastjórar og íþróttakennarar hafa lagt sig alla fram við að leysa þetta mál. Sund- kennslan verðurþóekkikominíeðlilegt horf fyrr en á næsta skólaári. Ég vona að tilkoma þessarar nýju laugar í Kópavogi verði til þess að efla alla sundiðkun í bænum og ég hef fullan hug á að leggja mitt af mörkum til þess að sunddeild UBK eflist.” Skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.