Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.02.1991, Blaðsíða 26
V I Ð T A L Gleöibros á Tandeimhjóli (fyrir blinda). hitti Önnu Línu að máli til að forvitnast nánar um þessi atriði. Anna Lína telst ekki til þess hóps sem fyrst var nefndur um tengsl við fatlaða einstaklinga, en hvað varð til þess að hún fékk svo mikinn áhuga á að starfa með fötluðum einstaklingum? „Ég kynntist fyrst íþróttum fatlaðra þegar ég var í ÍKI á Laugarvatni 1981. Það var m.a. Sigurður Guðmundsson, sem þá var skólastjóri í Heiðarskóla í Borgarfirði sem kom í skólann og var með kynningu á sumarnámskeiðum fyrir fatlaða og ófatlaða einstaklinga sem vildu kynnast íþróttum fatlaða. Það varð úr að um sumarið fór ég og heimsótti þessar sumarbúðir og var þar aðstoðarmaður í þrjá eftirminnilega daga. Ég gleymi því aldrei þegar ég stóð á tröppunum í Heiðarskóla og átti að taka á móti fullri rútu af fötluðu fólki, koma þvíáherbergi og svofram eftirgötunum. Mér leið hreint ekki vel og vissi ekki hvernig þetta myndi fara, því ég hafði ekki haft nein bein kynni af fötluðu fólki, t.d. þroskaheftum. Ég hélt að ég myndigjörsamlegaverðaeinsog afglapi þarnaþegarblessaðfólkiðkæmi ímínar hendur. En það sem kom mér mjög á óvart var að þessi stund var ein af þeim eftirminnilegurstu frá þessum tíma, það var hreinlega eins og allt þetta fólk væri gamlir vinir mínir. Ég held að það hafi verið þá sem áhugi minn á þessum þjóðfélagshóp vaknaði fyriralvöru. Ég hef stundum sagt að það sé eitthvað óútskýranlegt sem sameinar þá sem starfa að íþróttamamálum fatlaðra og stuðlar að því að sá sem einu sinni kemur í þennan hóp á mjög erfitt með að yfirgefa hann þrátt fyrir ýmis vandamál og álag sem því fylgir að þjálfa og starfa að íþróttamálum fatlaðra á Islandi. Ef einhverjum vesælum manni varð á að opna dyrnar.............. Þegar þú varst við nám þá kenndir þú í flóttamannabúðum í Danmörku? Já, ég vann í tvær vikur í flóttamanna- búðum í Sandholmslejren, en þar var í gangi tilraunaverkefni sem fólst íþví að bjóða fólkinu upp á afþreyingu t.d. íþróttir. Ég var m.a. með konur alls staðar að úr heiminum í aerobic. Það var mjög sérstakt að sjá þær í kjólum og með klúta á höfðinu gera hinar ýmsu æfingar eins og ekkert væri. Smámsamanfengu þó klútarnir að fjúka og buxur og jafnvel jogginggallarkomu ístað kjóla. En ef einhverjum vesælum karlmanni varð það á að opna dyrnar á húsinu þegar leikfimin stóð sem hæst þá varð heldur betur líf í tuskunum og engu líkara en minkur hefði komist inn í hænsnakofa. Segðu mér frá rannsóknum þínum um hlutverk íþrótta í endurhæfingu Þetta lokaverkefni um hlutverk íþrótta í endurhæfingu og tengsl heilbrigðis- kerfisins og samfélagsins hér á landi nreð tilliti til þessa, vann ég með Önnur Bjarnadóttur sem stundaði sama nám ogég. Viðbyrjuðumáþvíaðheimsækja ótal aðila, bæði innan heilbrigðis- kerfisins og einnig þá sem tengjast þjálfun eða skipulagningu á þjálfun og möguleikum fatlaðra og geðsjúkra til þátttöku í íþróttum eða líkamsrækt. Einnig leituðum við til fatlaðra einstaklinga og foreldra þeirra sem höfðu gengið í gegn um kerfið. Niðurstaðan var alls staðar sú sama. Þrátt fyrir þá staðreynd að íþróttir eru ein besta leið fatlaðra til sjálfshjálpar er það algjör tilviljun hvort starfsmenn innan heilbrigðiskerfisins hvetja til áframhaldandi endurhæfingar með líkamsrækt eða minnast yfirleitt á þessa staðreynd við sjúklinga sem oft eiga mjög erfitt tímabil fyrir höndum þegar endurhæfingu lýkur. Ahrif lækna, sjúkraþjálfara og annarra sem annast þessa einstaklinga eru greinilega mjög sterk. Allir þeir sem við töluðum við og höfðu verið hvattir til þess að kynna sér þau íþróttatilboð sem í boði væru fyrir fatlaða sögðust taka þátt í einhverju slíku. Margir sögðu að þeim hefði ekki verið > 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.