Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 12
2. verðlaun í eldri flokki: Island í dag glæðast á undanfömum árum. Sfldin er yf- irleitt veidd til söltunar. Loðnan er veidd í nót og svo er einnig um síldina. Öll skip hafa ákveðna veiðiheimild eða kvóta. Kvótinn er nauðsynlegur en ef hans nyti ekki við væru ef til vill sumar fisktegundir ofveiddar sem myndi leiða til þess að stofnamir minnkuðu. Næst vil ég nefna íslenska vatnið sem þykir einstakt fyrir það hvað það er bragð- gott, hreint og tært. Þegar er hafinn útflutn- ingur á því, en því er pakkað í neytenda- umbúðir og selt þannig til margra landa, einkum þó til Bretlands og Bandaríkjanna. Tel ég að miklir möguleikar geti verið á þessu sviði því að í fjölmörgum löndum er vatn óhæft til drykkjar og gæti því þessi grein veitt töluverðum fjölda fólks atvinnu. Svo má ekki gleyma öllum raforkuvirkjun- unum sem gera Island ákjósanlegan stað fyrir stóriðju og annan orkufrekan iðnað. Gæti stóriðja breytt talsverðu fyrir atvinnu- lífið því að þannig verksmiðjur kalla á heilmikinn mannafla. Einng hefur verið talað um að hefja útflutning á raforku í gegnum sæstreng sem flytti hana til ann- arra landa, en sennilega er þessi leið of kostnaðarsöm. Jarðvarmi er orkulind sem aðeins að litlu leyti er nýtt, en þó er notkun hans hlutfallslega mest á hvem íbúa hér á ís- landi. Sömu sögu er að segja um vatnið. Árið 1988 var hlutfall orkugjafa sem notað er á íslandi þannig: Vatnsorka 37%, jarð- hiti um það bil 30%, olía um 30% og kol um það bil 3%. Þessar tölur segja okkur það að hér á landi höfum við hátt í 70% af allri orku sem notuð er í landinu. Lít ég framtíðina mjög björtum augum í þessum efnum og gæti ég vel trúað að þetta hlutfall gæti hækkað talsvert á næstu áratugum til dæmis með tilkomu rafmagnsbfla. Enn er þó ótalin ein stærsta auðlindin en það er fólkið sem í landinu býr. Það er sú auðlind sem við þurfum að hugsa sem mest um því ef fólkið í landinu er vel menntað og hæfileikar þess fá að njóta sín getur af- koma landsins batnað. Að endingu vil ég segja það að ef trúin á landið og það afl sem í fólkinu býr fara saman mun framtíðin verða björt og hagur landsins standa með miklum blóma um ókomna tíð. Guðni K. Einarsson, 10. IJ Brekkubæjarskóla Akranesi Upp á síðkastið hefur verið mjög ofar- lega á baugi í þjóðmálaumræðunni hversu mikilvægt það sé að efla og styrkja það sem íslenskt er. Hver hefur ekki heyrt slag- orðið „íslenskt - já, takk“? Öllum ætti að vera það kappsmál að ís- lensk framleiðsla megi verða sem mest og best en það hefst ekki nema með sameigin- Iegu átaki allrar þjóðarinnar. Ekki þýðir fyrir litla þjóð norður í Atlantshafi að ein- blína á fiskimiðin sem sinn eina kost til lífsviðurværis. Við erum jú langt komin með að veiða upp allan þann fisk sem hér er að fá. Augljóst er því að á önnur mið verður að leita. Ferðaþjónusta er sannar- lega vænlegur kostur enda hefur aukning í þeirri atvinnugrein orðið mest af þeim greinum sem stundaðar eru. Ef við lítum til frænda okkar Dana sjáum við hversu vel þeim hefur tekist að halda á spilunum. Þeir eru lítil þjóð sem flytur inn í landið alls konar óunnar vörur en út fullunnar iðnað- arvörur svo sem hrísgrjón, glervörur, ým- iss konar listiðnað, matvæli, drykkjarföng og fleira. Hrávaran til allrar þessarar fram- leiðslu er flutt inn í landið og síðan full- unnin og send út um allan heim. Eg álít að við getum eitthvað af þessu lært og nýtt okkur. Auðvitað ber okkur að nota eins og hægt er af íslensku hráefni fyrst og fremst. Það þarf að ganga skipulega til verks og standa saman, en ekki að hver sé að pukra í sínu homi og jafnvel eyðileggja fyrir öðr- um. Til dæmis þótti vatnsútflutningur væn- legur kostur þar sem við höfum besta vatn í heimi. Allir vita hvemig það gekk. Fyrst voru tveir aðilar á íslandi sem fluttu út vatn, nú eru þeir margir og skemma hver fyrir öðmm. Þetta á að vera okkur víti til varnaðar. Tökum einnig sem dæmi að í litlum bæ er einn aðili sem ákveður að stofna pizzastað og reksturinn gengur mjög vel þar til aðrir aðilar vilja græða eins mikið og hinn. Þá vandast málið nú heldur betur. Sorglega oft verður endirinn sá að allir verða gjaldþrota. Sama gamla sagan, það vantar skipulag og samstöðu. Sömu sögu má segja um mjólkurbúin, slát- urhúsin og frystihúsin. Svona er ísland í dag. Ásdís Ragna Einarsdóttir, 10.A, Holtaskóla Keflavík 12 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.