Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 14
3. verðlaun í eldri flokki Ferðumst um eigið land Útlendingar hafa löngum hrífist af hestaferðwn. Á íslandi eru mörg fjöll og alltaf er verið að búa betur að fjallaferðum. Utlend- ingar jafnt sem Islendingar fara mikið í þessar ferðir. Þar má nefna jeppaferðir og snjósleðaferðir. 4x4 er með ferðir upp á hálendið á jeppum og snjósleðum. Mikið er farið í snjósleðaferðir og er fólk mjög ánægt með ferðimar. Þar er fegurðin mikil, snævi þakið land og jöklar. 4x4 stendur fyrir sérstökum jeppadegi. Fjöldi fólks tek- ur þátt í honum. Famar em leiðir upp á há- lendið og endað í skála þar sem fólk borðar veitingar. Hestaferðir em mjög vinsælar og sækja útlendingar mikið í þær. Þær gefa einstakt tækifæri til að skoða landið og náttúmna og þannig upplifir fólk miklu betur fegurð- ina. Fólk getur valið hvort það fer í lengri eða styttri ferðir, allt frá nokkrum klukku- tímum upp í nokkra daga. Nokkurra daga hestaferð um hálendið er að margra áliti mesta ævintýri, því félagsskapurinn við ferðafélagana og hestana hefur mikið að segja. Þá nýtur fólk þess best að fara um hálendið og anda að sér hreinu lofti. íshest- ar em mikið með hestaferðir og reynir fólk að nýta sér það eftir bestu getu. Einnig bjóða ýmis bændabýli um land allt, sem em með ferðaþjónustu, upp á hestaferðir. ísland er kjörið land til vetraríþrótta, einkum til skíðaíþrótta. Á mörgum stöðum á landinu er búið að koma upp góðri að- stöðu til skíðaiðkunar. Helstu skíðasvæðin sem fólk sækir em Bláfjöll, Kerlingarfjöll og Hlíðarfjall á Akureyri, en þessi svæði em umlukin háum og hrikalegum fjöllum. Einnig em fjöll á Vestfjörðum og em þau heldur brattari því þar er landið svo stór- skorið. Ekki fara allir upp á fjöll til að fara á skíði, í hestaferðir og jeppaferðir. Margir fara líka fótgangandi og leggja á sig erfiðar ferðir til að ná efsta tindinum. Víða um landið eru mjög góðar gönguleiðir. Til dæmis hefur það aukist að fólk fari gang- andi um Homstrandir. Fólk hrífst líka af fegurð jöklanna, en jöklaferðir em bæði erfiðar og hættulegar. Því ætti enginn að fara í jöklaferð nema að vera vel útbúinn. Island býður upp á marga aðra möguleika í ferðalögum og til útivist- ar. Á sumrin koma margir útlendingar í lax- og silungsveiði, þó aðallega í laxveiði. Og á vetuma er hægt að stunda dorgveiði á vötnum landsins. Einnig eru haldnar keppnir í dorgveiði. Eyjarnar í kringum Island eru margar, bæði stórar og smáar. Mjög vinsælt er að skoða eyjarnar á Breiðafirðinum og við Vestmannaeyjar. Þá fara margir í bátsferðir til að stunda sjóstangaveiði, og er farið frá nokkrum sjávarþorpum. Nýlega var farið að bjóða upp á siglingar á ám. Farið er nið- ur ámar á gúmbátum og geta ferðimar ver- ið mjög spennandi, sérstaklega ef ámar eru straumharðar. En þær geta líka verið hættulegar ef ekki er farið með vönu fólki. ísland er mjög fallegt land og gaman að ferðast um það, sérstaklega fyrir þá sem hafa gaman af náttúruskoðun og útiveru. Og hreina loftið hefur líka sín áhrif. Þess vegna hefur það aukist að fólk stundi úti- vist. Vegna hreina loftsins og náttúrufegurð- arinnar ætti allt fólk að auka útivist og ferðalög um ísland. Helga S. Björnsdóttir, Laugabakkaskóla 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.