Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1995, Page 17

Skinfaxi - 01.02.1995, Page 17
á ég við gildismat að ýmsu leyti. Þetta stafar meðal annars af auknu flæði í fjöl- miðlum og hraðsoðnum fréttaflutningi. Við getum tekið NBA-deildina í körfu- bolta sem dæmi, en hann er klipptur og skorinn þannig að fólk fær bara endapunkt- inn eða ítroðsluna í raun og veru. Af þess- um sökum vantar gjarnan allt samhengi í hlutina. Mér finnst því vanta samhengi inn í rökfærslu unga fólksins. Mér finnst eins og krakkamir viti allt um ekkert. Samt eru þeir þroskaðri á mörgum sviðum heldur en ég held að ég hafi verið á þessum aldri. Þeir hafa til dæmis séð meira - en samt hafa þeir ekki alveg þennan breiða skiln- ing. Unglingarnir eru að mínum dómi ákveðnari og eiga auðveldara með að valta yfir okkur sem eldri erum. Þeim finnst sjálfsagt að segja og gera ýmislegt núna sem okkur hefði aldrei dottið í hug hér áður fyrr. Þessir krakkar sem alast upp á tölvuöld eiga eftir að ná miklu lengra en við nokkum tíma þorðum að vona.“ -A hvað leggur þú helst áherslu þegar þú ert að vinna með unglingum? „Ég áherslu á að allir geti fengið ein- hverja útrás. Sumir krakkar óttast leikfim- ina eða hafa af henni hina mestu skömm. Undir venjulegum kringumstæðum fá margir unglingar enga útrás í íþróttum og leikfimi. í íþróttum jú læra krakkarnir að vinna í hóp, taka tillit til annarra, vinna og tapa og svo framvegis. Þeir kynnast fullt af góðu fólki sem ekki vill spilla fyrir árangri sínum með því að reykja og drekka - sem er vissulega viðhorf sem vegur þungt á þessum síðustu og verstu tímum. Margir hugsa því miður aðeins um líðandi stund og leggja alla áherslu á að skemmta sér - Magnús hleypti miklu fjöri í kvöldvökuna á og sjá má. sem síðan getur hefnt sín síðar meir. Iþrótt- imar halda fólki frá óreglu. Fólk tímir ekki að taka áhættuna á að skemma fyrir sér með drykkju eða reykingum þegar það er farið að sjá árangur. Innan íþróttastarfsins er heldur enginn laminn í klessu, krakkam- ir eru ömggir þar. Ofbeldið á sér stað niðri í bæ eftir miðnætti um helgar til dæmis þar sem fólk er blindfullt. Þetta fylgist að.“ Að ná til unglinganna - Mjög margir unglingar eyða ótrúlega miklum tíma fyrir framan sjónvarpið við að horfa á myndbönd eða eru í alls konar leikjum. Sumir færa sig svo upp á skaftið og fara að sækja spilasalina. - Er unnt að ná til þessara unglinga? landsmóti UMFI á Laugarvatni í sumar, eins „Já, með því að virkja þennan miðil sem þau eru að horfa á. Hvað er mikið í sjónvarpinu fyrir unglinga 14-18 ára til dæmis? Ég held að það sé í raun ekkert sjónvarpsefni ætlað þeim, kannski Beverly Hills og Strandverðir, en þar er verið að sýna amerískan veruleika, sem er langt frá því sem krakkamir eiga að venjast heima hjá sér.“ - Er hægt að beina áhuga þessara krakka inn á brautir líkamsræktar og/ eða íþrótta? „Það getur verið mjög erfitt. Það er mjög erfitt að fá þá sem aldrei hafa hreyft sig og lítið reynt á sig líkamlega til þess að fara að reyna á sig, það er meira en að segja það. Ég held að skynsamlegra væri að kenna þeim að skilja hvers vegna lík- amsrækt er fólki svo nauðsynleg - í stað þess að skipa viðkomandi út að hlaupa. Ef þetta tekst þá er bjöminn unninn. Þetta er eins og í öllu uppeldi - þú færð aldrei bam til þess að hreyfa sig fyrir þig - það verður að gera það fyrir sjálft sig. Ef unglingurinn skilur ekki hvers vegna hann ætti að hreyfa sig meira þá er þetta vonlaust. Þess vegna er einmitt boltinn oft svo vinsæll í leikjum. Þar hreyfir maður sig vegna þess að það verður að elta boltann sem leikurinn geng- ur út á. Það þarf meiri hugarfarsbreytingu til þess að fara út að skokka eða ganga. Svo er það staðreynd að þeir krakkar sem verja miklum tíma fyrir framan sjónvarpið eða í tölvuspilunum hafa ekki neinn áhuga á boltaíþróttum. Þess vegna þarf að ná til þeirra með öðram hætti. Því miður er það mjög erfitt. Þegar ég er að tala við þá segj- ast þeir vilja gera eitthvað en þeim þyki leikfimin sem þau eiga að venjast svo hundleiðinleg. Ég útskýri fyrir þeim að þetta er ekki spurningin um hvað þú hefur. Það var sama hvar kappinn kom, allir vildu fá áritun í lófann eða á handarbakið. Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.