Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1995, Side 19

Skinfaxi - 01.02.1995, Side 19
kannski of sterkir, ekki nógu liðugir, geta ekki komið fram af því þeir fá svo mikinn sviðsskrekk og svo framvegis. - Þú ert nú brautryðjandi, ertu ánægður með árangurinn? „Það er alltaf erfitt að vera brautryðj- < andi. Vissulega er ég ánægður með það hvað greininni hefur skilað vel áfram sem sést kannski best á því að ég var kjörinn Iþróttamaður ársins. Gallinn er aftur á móti sá að hér á landi má enginn einn ná mjög langt á einhverju sviði. Um leið og einhver nær langt er reynt að draga hann niður. Þetta er gallinn við okkur Islendinga. Þetta er ég alltaf að reyna að kenna krökkunum - að maður má aldrei draga niður árangur annarra heldur stuðla að því að öðrum gangi vel og meta árangurinn síðan.“ - Er starf þitt ekki bæði þakklátt og van- þakklátt þar sem þú ákveðin fyrirmynd? „Það er alltaf erfitt að vera til fyrir- myndar, einkum ef krakkar setja þig á sér- stakan stall. Eg er ekki þannig því að ég er bara nákvæmlega eins og krakkarnir að öllu leyti, ekkert öðruvísi. Eini munurinn er kannski sá að ég ákvað að leggja á mig eins mikið og ég framast gat. Ég sagði það einu sinni í sjónvarpinu að það sé ekkert merkilegt við það að vera íþróttamaður sem nær langt. Munurinn á honum og öðr- ► um er einungis sá að hann hefur lagt meira á sig. Slíkt geta allir - þetta er bara spum- ingin um hvað fólk er reiðubúið til að fóma miklu.“ Óréttlæti er óbærilegt - Krefst góður árangur ekki mikils skipulags og sjálfsaga? „Jú, maður má alls ekki láta hlutina fara í skapið á sér þó manni finnist þeir stund- um ganga hægt. í þessari grein get ég ekki mætt á neina æfingu eins og tíðkast í öðr- um greinum. Ég mæti bara inn í minn sal og er þar svo einn. Slíkt krefst meira af manni til þess að maður geti keyrt sjálfan sig áfram heldur en í hópíþróttum þar sem kannski fimmtán strákar em að hvetja þig til dáða.“ - Skapgerðin hlýtur að spila þarna stóran þátt. Hvemig ert þú skapi farinn? „Ég held ég sé mjög jafnlyndur og verð sjaldan vondur. Ég get reyndar misst stjórn á skapi mínu ef mér finnst sannleikurinn fótum troðinn. Mér finnst óréttlæti óbæri- legt. Það versta sem ég veit þegar einhver krakki segir til dæmis við annan: „Svaka- lega ertu feitur," eða uppnefnir einhvern vegna þess að hann er með skalla og þar fram eftir götunum. Ef menn gætu ein- hverju ráðið um útlit sitt þá hefðu þeir sköllóttu hár. Mér finnst miklu nær að gera grín að þeim sem geta tekið gríni - til dæmis með því að segja við einhvem sem er rosalega góður í íþróttum að hann sé hræðilega lélegur og svo framvegis. Hitt ber bara vott um skort á persónuleika." - Ert þú hjátrúarfullur með tilliti til keppni? „Nei, ekki get ég sagt það. Reyndar keppi ég alltaf í glænýjum sokkum. Kannski er þessi hjátrú hjá íþróttafólki til komin vegna þess að þegar þú ferð að keppa þá vilt þú hafa hlutina eins, þú vilt alltaf hafa sama ferlið þar sem líkaminn bregst illa við öllu óöryggi. Maður vill hafa allt á hreinu þegar til keppninnar kemur. Ég ráðlegg fólki sem er að fara í keppni að leggjast á bakið, loka augunum, einbeita sér í tíu mínútur, slaka á og takast á við þetta. Velgengni í keppni byggist á því að vera vel undirbúinn bæði líkamlega og andlega. Ef ég væri íþróttamaður og ætlaði að hugsa fram í tímann þá mundi ég taka fyrir að minnsta kosti heilt ár. Ég myndi borða rétt fæði alveg fram að keppninni og undir- búa mig með þetta tiltekna mót í huga sem er svo kannski ekki fyrr en eftir heilt ár. Þetta er eins og með heimalærdóminn sem maður þarf að stunda reglulega og hann tekur þá skamman tíma í senn. Eftir ákveð- inn tíma er svo komið að prófi og þá ertu vel undirbúinn. Maður þarf að gera áætlun langt fram í tímann ef góður árangur á að nást.“ Kennslan fyrirferðarmikil - Hvað er framundan hjá þér? „Kennslan erlendist verður fyrirferðar- mikil á næstunni. Síðan er ég að vinna í stöðinni minni. Það er jafnframt fyrirhugað að ég fari til Finnlands og kynni mér það sem þar er verið að gera í tengslum við þolfimi fyrir krakka - hipphopp þolfimi og eitthvað fleira. Finnar eru mjög framarlega í hvers kyns tómstundaframboði fyrir böm og unglinga. Ég ætla líka að kíkja á heims- sýningu í Berlín þar sem mér hefur verið boðið að koma sem sýningargestur en þar koma fram fulltrúar frá öllum mögulegum íþróttagreinum í heiminum. I desember verður heimsmeistaramót í Frakklandi en ég veit ekki hvort ég tek þátt í því, það kemur í ljós.“ A ferð í London ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Melsteð. Skinfaxi 19

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.