Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1995, Qupperneq 26

Skinfaxi - 01.02.1995, Qupperneq 26
íslenskur líffræðingur vinnur að merkilegri rannsókn: Hæfileg þjálfun eflir ónæmiskerfið -líkaminn verst betur t.d. krabbameinsfrumum og alnæmi Fyrstu niðurstöður merkilegrar rann- sóknar, sem nú er unnið að í Svíþjóð benda til þess að hæfileg líkamsþjálfun efli ónæmiskerfi líkamans, þannig að hann eigi mun betra með að verjast ýmsum lífs- hættulegum veirusýkingum. Islenskur líf- fræðingur, Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir, er í hópi fólks sem vinnur að umræddri rann- sókn. Hún stundar nú doktorsnám við líf- eðlisfræðistofnun háskólans í Gautaborg í Svíþjóð, þar sem hún hefur numið sl. fjög- ur ár. Skinfaxi sló á þráðinn til hennar og grennslaðist nánar fyrir um viðfangsefni hennar ytra. „Eg stefni að því að verja doktorsrit- gerð mína næsta haust,“ sagði Ingibjörg Hrönn. „Af þessum sökum fara allar rann- sóknir mínar fram við Gautaborgarháskóla þar sem ég starfa undir handleiðslu Peter Thorén prófessors. Þegar ég hélt utan til framhaldsnáms var ætlun mín að vinna með þetta svokall- aða „hlauparottumodel“. Það byggir á því að dýr eru þjálfuð í hlaupum - án þess þó að þau séu þvinguð til þess. Þau hlaupa þegar þau vilja. Eg hef unnið með hópi fólks sem hefur rannsakað losun svokall- aðra endorfína, þ.e. morfína sem losna úr læðingi í heilanum við hreyfingu. Þau hafa m.a. áhrif á blóðþrýsting, sársaukaþrösk- uld, hegðun dýranna og ýmislegt annað. Upphaflega ætlaði ég sem sé að takmarka mig við þessa þætti en síðan kom í Ijós að ónæmiskerfið hefur þarna einhverju hlut- verki að gegna. Við fórum þá að kanna þann þáttinn sérstaklega og fengum þá þær niðurstöður að við þjálfun eykst virkni ónæmiskerfis- ins og þá sérstaklega virkni hinna svoköll- uðu náttúrulegu drápsfruma (NK fruma, e. Natural Killing Cells). Þessar frumur eru fyrsta svar líkamans gegn mörgum veiru- sýkingum, þar á meðal alnæmi, og krabba- meinsmyndun. Við fundum það út að ótrú- lega mikill munur er á virkni MK-frum- anna í þeim dýrum sem gangast undir hlaupaþjálfunina og hinum sem ekki fá að hlaupa. í ljós hefur komið að helmingi fleiri krabbameinsfrumur verða eftir í Hœfileg líkamsþjálfum styrkir ónœmiskerfi líkamans. Ingibjörg H. Jónsdóttir líffrœðingur. lungum þeirra dýra sem ekki hlaupa, að til- teknum tíma liðnum." Trúðu tæpast niðurstöðunum „ Við trúðum niðurstöðum okkar tæp- ast fyrst og höfum því margítrekað tilraun- imar og fengið sömu niðurstöðu. Nú emm við að reyna að komast að því hvað það er sem hleypir þessari virkni NK-fmmanna af stað þegar við hlaupum - til dæmis tauga- kerfið eða einhver hormón. Umrædd end- orfín em meðal þeirra þátta, sem koma til greina, er geta haft áhrif á fmmur ónæmis- kerfisins. Samspil taugakerfis og ónæmis- kerfis er áhugaverður þáttur í lífeðlisfræði þjálfunar og spumingin snýst um það hvað gerist við hreyfingu." Ingibjörg Hrönn undirstrikar, að mikla varkárni þurfi að sýna þegar niðurstöður dýrarannsókna séu yfirfærðar á menn. „En það hefur verið sýnt fram á það í mönnum að hæfileg þjálfun hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið. Það er hinsvegar erfitt að að athuga áhrif þjálfunar á vörn gegn krabbameinsfrumum, nema með dýrarannsóknum. Eg held að maður geti sagt það með nokkurri vissu að eitthvað gerist við þjálfunina sem virkar hvetjandi á NK-frumurnar - en það er mjög erfitt að heimfæra reynsluna af dýmm yfir á menn. Eg hef einnig verið að vinna með íþróttafólki að rannsóknum á ofþjálfun og hef komist að því að þegar þjálfunin er komin yfir ákveðin mörk gæti það leitt til 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.