Skinfaxi - 01.02.1995, Side 29
Starf til styrktar
íþróttum í landinu
-rætt við Árna Þór Árnason formann stjórnar íslenskra getrauna
Þátttaka í getraunum hefur gert ýmsum
ungmenna- og íþróttafélögum í landinu
kleift að byggja upp enn öflugra íþrótta-
starf en ella hefði orðið, svo sem fram kom
í síðasta tölublaði Skinfaxa. Það þótti því
tilvalið að spjalla við Árna Þór Ámason,
formann stjómar getrauna og spyrjast fyrir
um starfsemina og nýjungar sem kynnu að
vera á döfinni.
,,Nú hafa getraunirnar starfað í sam-
fleytt 27 ár og á þeim tíma hafa þær skilað
íþróttahreyfingunni í landinu um 1000
milljónum króna í hagnað," sagði Árni
Þór. „Menn velta svo fyrir sér hvert allir
þessir peningar hafi farið. Um 76 % em fé-
lagaáheit, 12% renna til héraðssamband-
anna, 6% til KSÍ og 6% til aðildarfélag-
anna. Eignarhluturinn er þannig að ISI á
70% í fyrirtækinu, UMFÍ 20% og íþrótta-
sjóður ríkisins 10%. Ágóði Iþróttasjóðsins
hefur mnnið til uppbyggingar íþróttamið-
stöðvarinnar á Laugarvatni.
Hver einasta króna, sem inn kemur, fer í
rekstur og inn í íþróttahreyfinguna. Okkur
hefur tekist að lækka rekstrarkostnaðinn úr
20% niður í 11%. Einn þáttur í hagræðing-
unni er fólgin í því að við erum nýbúnir að
gera betri samninga við þá aðila sem veita
okkur þjónustu, Gteck og Getspá. Það er
amerískt, alþjóðlegt fyrirtæki sem á þessa
getraunaleiki sem við emm að vinna eftir
og það tekur sín gjöld í ákveðnum prósent-
um.“
Þróun getrauna
- Hvemig hefur starfsemin þróast?
„Getraunirnar byrjuðu með miklum
krafti eins og ýmsar nýjungar sem Islend-
ingar tileinka sér. Þá vom allir tilbúnir að
leggja sitt af mörkum til að vinna fyrir fé-
lagið sitt. En svo dvínaði þessi áhugi smátt
og smátt og um tíma virtist starfseminnar
ekki bíða neitt annað en að lognast út af.
Það var svo ekki fyrr en við fórum út í al-
þjóðlegt samstarfs sem hjólin fóm að snú-
ast á nýjan leik. Þetta varð meira spenn-
andi og meira sem hékk á spýtunni. í nóv-
Arni Þór Arnason.
ember 1991 hófum við samstarf við get-
raunirnar í Svíþjóð, en það var í fyrsta
skipti sem tvær þjóðir, með tvo ólíka gjald-
miðla höfðu með sér samstarf og vom með
alla vinningsflokka sameiginlega. Síðan
hefur starfsemin beinst æ meir inn á þessa
braut og við tekið þátt í samstarfi við fleiri
þjóðir eins og til dæmis Eurotips, sem nær
til Austurríkis, Svíþjóðar og Danmerkur.
Nú emm við svo að fara inn í samstarf um
Euro-toto, en það em Evrópuleikirnir sem
leiknir em í sumar. Toto er nafnið sem not-
að er yfir getraunir í Þýskalandi og á Italíu
þar sem getraunir eru mjög sterkar og er
eiginlega orðið alþjóðaorð. Við höfum líka
verið að reyna að hressa upp á ímynd ís-
lensku getraunanna, okkur hefur vantað
hressara vömmerki, sem er nú orðið 1x2 á
svörtum eða rauðum gmnni.
I október munum við koma með nýjan
leik sem ætlað er að höfða til yngra fólks.
Hann mun heita „Lengjan" og verður
kynntur þegar nær dregur.
Síðan við fómm að taka þátt í þessu al-
þjóðlega samstarfi höfum við aflað þjóðar-
búinu um 120 milljóna í gjaldeyristekjur. -
Til marks um það er stóri vinningurinn,
15,3 milljónir - en Svíamir þurftu að borga
okkur 14,6 milljónir af þeirri upphæð.
Þetta er því útflutningsstarfsemi."
Vinsælir hópleikir
„Nýlega var farið að bjóða upp á hóp-
leikina sem hafa orðið mjög vinsælir. Við
Ýmis ungmennafélög hafa notað getraunahagnað til að byggja upp öflugt íþróttalíf eink-
um meðal yngri flokkanna.
Skinfaxi
29