Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1997, Page 17

Skinfaxi - 01.02.1997, Page 17
Þaö er mjög litil fjölbreytni í skemmtanalífinu hérna og mér persónulega finnst miklu skemmtilegra aö hitta vini mína í einhverju heimahúsi Ég var aldrei vör viö eiturlyf þegar ég var á þessum unglinga aidri, ég var alveg græn staðir og þótt þú farir ekki út að skemmta þér í nokkra mánuði er nákvæmlega sama fólkið og sama andrúmsloftið á lífinu næst þegar þú mætir. Vinirnir skemmtilegri Það er mjög lítil fjölbreytni í skemmtanalífinu hérna og mér persónulega finnst miklu skemmtilegra að hitta vini mína í einhverju heimahúsi þar sem fólk situr, spjallar og hefur það „næs“. Það skilur miklu meira eftir sig. Margir fullir Ég held að það sé ákaflega lítið um að vera fyrir ákveðin aldurshóp og það er kannski ástæðan fyrir því að unglingar safnast saman í miðbænum og drekka. Þetta lítur auðvitað illa út þegar stór hópur ungs fólk kemur saman og margir þeirra eru kannski fullir. Er einhver staður fyrir þessa krakka? Sjúkt þjóðfélag Tíðnin á alkóhólisma hérna á íslandi er alveg „sikk“. Það er greinilega eitthvað mikið að, við hljótum að vera mjög sjúkt þjóðfélag. Það þekkist líka hvergi annarsstaðar í heiminum að ungt fólk flytji að heiman 16-17 ára en hér þykir það alveg sjálfsagt. Ég held að heimilisaðstæður séu ekki til fyrirmyndar hér á landi. Foreldrar vinna allt of mikið úti og krakkarnir alast . upp á einhverjum stofnunum úti í bæ. Skólakerfiö Æ, ég ætla nú ekki að fara út í það. Ég er búin að vera svo neikvæð og rakka svo margt niður. Sorgleg dæmi Það er meira um eiturlyf í dag heldur en þegar ég var að alast upp. Ég held samt að þessir krakkar sem eru að alast upp í dag hafi fengið svo mikla fræðslu og svo mörg sorgleg dæmi að þeir ættu að fara að átta sig á afleiðingunum. Er bara ekki orðið flottara að vera ekki í neinu rugli, er bara ekki litið niður á þig ef þú ert að nota einhver ólögleg eiturlyf. Ég vona að þetta eigi eftir að lagast. ,;Droppa“ sýru Ég var aldrei vör við eiturlyf þegar ég var á þessum unglinga aldri, ég var alveg græn. í seinni tíð hefur maður hitt fólk og verið í partíum þar sem þau hafa verið notuð. Vá, í dag er maður kannski að heyra að einhver þrettán ára sé að „droppa“ sýru það hefði aldrei gerst þegar ég var þrettán ára - hljómar þetta ekki eins og maður sé voða gamall? Jafningjafræðslan Ég held að það sé gott fyrir krakkana að hafa aðhald hjá einhverjum á svipuðum aldri. Ég hef mikla trú á jafningjafræðslunni og ég held að hún geti gert góða hluti ef réttir aðilar starfa þar. Tíðnin á alkóhólism a hérna á íslandi er r2gjt) 1^07 JHK1997 17

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.