Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1997, Side 49

Skinfaxi - 01.02.1997, Side 49
Botnleðja drulluvinsæl Skoðannakönnun í Verzló Skólablað Verzlunarskóla íslands stendur fyrir skoöakönnun meðal nemanda sinna á hverju ári. Könnun þessi hefur vakið nokkra athygli og er skemmtilegt að bera saman tölur ár frá ári. Það athyglisverðasta þetta árið var meðal annars að; nemendum finnst skemmtilegast að fara í einkasamkvæmi þegar þeir fara út að skemmta sér flestir horfa á sjónvarp í 5-10 tíma á viku Botnleðja er vinsælasta hljómsveitin þar á bæ flestir eiga bíl á verðbilinu 500-799 þúsund nemendur vinna með skólanum í flestum tilvika flestir telja vinnu ekki hafa áhrif á skólann meirihlutanum líkar vel við námið í Verzló lang flestir nemendur eru í Sjálfstæðisflokknum tæplega helmingur kaus Pétur Hafstein í forsetakosningunum einn af hverjum þremur er andvígur forseta íslands mikill meirihluti nemenda er á föstu sjötfu prósent hafa haft kynmök bjór er vinsælasti áfengi drykkurinn í Verzló næstum því annar hver hefur reykt hass Vá, svo er bara að vita hvort þetta sama gildir um hina unglinga á íslandi í dag. Heimasíða Heimasíðum á Internetinu fjölgar stöðugt og erfitt að fyigjast með því sem þar er að gerast. Á einni heimasíðunni á netinu getur þú púslað saman andliti fræga fólksins. Þetta er skemmtileg síða ef þú hefur ekkert betra að gera og þú getur búið til þína eigin stórstjörnu. www.corynet.com/faces/ Strákarnir í hljómsveitinni Botnieðju geta veriö ánægðir með árið 1996. Þetta byrjaði allt hjá Heiöari og félögum þegar þeir unnu Músíktilraunir Tónabæjar árið 1994 en í framhaldi af því kom út diskurinn þeirra Druilumall. Við úthlutun íslensku tónlistarverðlaunanna stálu þeir senunni og nú bíða menn bara eftir næstu skrefum hljómsveitarinnar. 49

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.