Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1997, Side 18

Skinfaxi - 01.10.1997, Side 18
Guðjón í OZ Guðjón í OZ Guðjón í OZ Guðjón í OZ Guðjón í OZ Fyrir u.þ.b. sex árum stofnuðu tveir stórhuga strákar lítið fyrirtæki. Draumar þeirra voru stórir og ekki var laust við að menn hefðu litla trú á þeim. Þessir efasemdarmenn fengu svo sannarlega að éta orð sín því fyrirtækið stækkaði með ógnarhraða og er nú með starfsemi í öllum heimsálfum og skrifstofur um allan heím. Þetta litla fyrirtæki heitir Oz og hefur vaxið frá því að veita þjónustu við auglýsingagerð á íslandi í að verða eitt allra besta hugbúnaðar- fyrirtækið á sínu sviði. flnnar stórhuga strákanna heitir Guðjón Már Skúlason og er enn þann dag í dag eigandi Oz. Blaðamaður Skinfaxa náði af honum tali á milli funda og utanlandssferða á dögunum. - Hvenær var Oz stofnað í núverandi mynd? „Það var í kringum '90-'91, og þá vorum við búnir að reka litla útgáfu af Oz í tæpt ár. Við höfðum alltaf drauma um að gera eitthvað stórkostlegt í þrívíddinni. Svo ákvað IBM að veita okkur 30 milljón króna lán án ábyrgðar, þá var ég 18 ára og Skúli (Mogensen, hinn stofnandinn) tuttugu og eitthvað, og fyrir þá peninga gátum við keypt mjög öflugar tölvur. Við hugsuðum frekar stórt strax í byrjun og eftir sex mánuði vorum við farnir að huga að stofnun útibús í Noregi og svo seinna í Svíþjóð. í kringum '92 var stefnan sem að vera komnir með mjög öfluga vinnslu á þrívíddarhönnum fyrir auglýsingastofur á fslandi, Svíþjóð og Noregi. Við ætluðum að vera skandinavíska fyrirtækið í þessum geira, einoka Skandinavíu. Það var aldrei vandamál að hugsa stórt. Svo kom upp að það bilaði hjá okkur 10 milljón króna tölva og við þurftum að rifta samningnum við IBM og fjárfestum í nýjum tölvubúnaði.” - Hvaðan komu þeir peningar? „Þá vorum við búnir að reka fyrirtækið í nokkur ár og búnir að vinna okkur inn ákveðna virðingu, þannig að við gátum fengið kaupleigusamninga án ábyrgðar. Alveg frá byrjun höfum við gert þetta allt sjálfir og aldrei sett neitt annað en okkar eigin nafn í veð. Engar fasteignir eða neitt svoleiðis.” - Var ekki erfitt að fá fólk til að veita ykkur verkefni í byrjun, svona ungum? 18

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.