Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1998, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.1998, Blaðsíða 3
Kristinn ásamt rx-" Kristinn Biörnsson félögum sínum hjá íslenska sktpalandsliðinu '.* ,ia . i fullu fjöri Eftir að skyldunámi hér á landi lauk flutti Kristinn sig um set og settist á skólabekk í Noregi þar sem hann gat æft íþrótt sína af meira krafti. Það halda því margir fram að sá skóli (skíðamenntaskóli eins og hann er kallaður) hafi komiö honum á sporið og gert hann að þeim skíðamanni sem hann er í dag. Þegar menntaskólanáminu lauk samdi Skíöasambandið við Finna um að Kristinn æfði með þeim vegna peningaleysis og eins og flestum er kunnugt hefur hann æft af krafti meö þeim undanfarin ár og er nú einn albesti svigmaður heims. Heimsbikarinn 1998 var fyrsta alvörumót Kristins þar sem hann náði virkilega að vekja athygli á sér. í framhaldi af góðum árangri var íslenska þjóðin farin að sjá í hillingum verðlaunapening á vetrarólympíuleikunum í Naganó sem haldnir voru í síðastliðnum mánuði. Kristinn náði ekki að sýna sitt rétta andlit þar, keyrði út úr brekkunni og var dæmdur úr leik. Nú tekur undibúningur fyrir næsta Heimsbikarmót við og þá mun Kristinn mæta reynslunni ríkari til leiks og án efa gera landann stoltann. Kristinn Björnsson var ekki gamall þegar hann fór að fikta við skíðin. Fjölskylda hans var búsett í Noregi og tæplega tveggja ára gamall steig hann í fyrsta sinn á skíði sem voru nú reyndar ekki alveg jafn góð og þau sem hann keppir á í dag. Fjölskylda Kristins flutti síðan til Ólafsfjarðar og þeir sem þangað hafa komið vita að ekki er langt í skíðabrekkurnar þar í bæ. Kristinn hélt uppteknum hætti og notaði hvert tækifæri sem gafst til að renna sér niður brekkurnar á Ólafsfirði. Það fór mikill tími í skíðaæfingar en snjórinn endist stutt á íslandi og Kristinn reyndi fyrir sér í öðrum íþróttum eins og til dæmis knattspyrnu. Það var ekki mikið um mót fyrir skíðaáhugamenn en Kristinn gerði garðinn frægan á Andrésar Andar-leikunum ár eftir ár. Hann vann fyrst til verðlauna aðeins 4 ára gamall en í framahaldi af því hefði hann getað opnað sína eigin verðlaunapeningaverslun. Kristmn undirbyr sig nú að fullu fyrir næsta heimsbikarmót og þar er hann til alls líklegur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.