Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1998, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.02.1998, Blaðsíða 2
Islendingar kurteisari Það þarf ekki að kynna ungmennaféíagann Kristinn Björnsson fyrir íslensku þjóðinni. Þessi ungi Ólafs- firðingur hefur náð frábærum árangri á svigmótum út um allan heim og er í dag komin í raðir þeirra bestu. Undrandi yfir um- stanginu Það er alltaf mjög skemmtilegt að koma heim en ég verð nú að viður- kenna að ég er mjög undrandi yfir því umstangi sem hefur verið í kringum mig hér. Ég er ekki ennþá orðinn vanur því að fólk labbi upp að mér og biðji um eiginhandaráritun. Áhugi landans Texti: Jóhann Ingi Myndir: Sigurjón Ragnar Auðvitað er gaman að koma heim og finna fyrir því að öll íslenska þjóðin stendur við bakið á mér. Ég vona að ég geti rifið upp áhugan á skíðaíþrótt- inni hérna heima og ef þaö tekst er ég mjög ánægður. íslendingar kurteisari Það er ekki nýjung fyrir mig að gefa eiginhandaráritanir en það er mjög mikið um það á heimsbikarmótunum. Ég tek hins vegar eftir því hér á landi að íslendingar eru miklu kurteisari þegar þeir biðja um eíginhandarárit- anir heldur en fólkið á mótunum er- lendis. Ætlast til að ég skrifi Margir útlendingar eru mjög að- gangsharðir og hreinlega ætlast til aö maður gefi þeim eiginhandaráritun. Hér á íslandi eru hins vegar allir mjög kurteisir og þakka fyrir sig. Tek sénsinn Svigið er þannig að maður verður að taka sénsinn. Ég gef yfirleitt allt í og svo koma auðvitað dagar sem maður dettur. Það má alveg rosalega lítið út af bera í sviginu og það er lítill munur á keppendum í fyrstu sætunum. Svekkjandi að detta Það er auðvitað mjög svekkjandi að detta en þeir sem fylgjast með skíð- um vita að smá místök geta valdið því að einstaklingur komi síðastur í mark eöa jafnvel falli út. Maður verður að passa sig að velta sér ekki upp úr þeim hlutum of lengi og einblína frek- ar á það sem framundan er. Oröinn „frægur" Ég veit nú ekki hvort ég eigi að segja að ég sé orðinn frægur - ég finn per- sónulega mjög lítið fyrir því. Ég verð hins vegar að viðurkenna það að að- staðan hjá mér hefur breyst mikið og ég er mjög ánægður með þá athygli og velvild sem íslenska þjóðin hefur sýnt mér. Ég er orðlaus yfir áhuga þjóðarinnar á mér. Niður á jörðina Ég geri mér grein fyrir því að íslenska þjóðin ætlast til mikis af mér í framtíð- inni. Ég hef náð góðum árangri á heimsbikarmótunum og það setur kannski óþarfa pressu á mig hvað varðar framhaldið. Ég vil hins vegar ná fólki niður á jörðina - skíðaíþróttin er mjög erfið og það má lítið út af bera ef ekki á illa að fara. Stór mót (slendingar gera sér enga grein fyrir því hversu stór mót heimsbikarmótín eru. Það hefur hjálpað mér mikið að ná svona góðum árangri á nokkrum mótum og í dag veit ég að allt getur gerst. Ég er alveg jafn góður og þessir bestu og ég get keppt við þá hvar sem er og hvenær sem er. Gapti ekki Sú staðreynd að ég sé að keppa við menn eins og Alberto Tomba er kannski frekar skemmtileg tilfinning en skrítin. Það var auðvitað skrítið fyrst að sjá alla þessa frægustu skíða- menn heims en ég stóð hins vegar ekki og gapti á þá. Ekki ríkur Styrkurinn sem ég fékk frá Afreks- mannasjóði ÍSÍ mun hjálpa mér við undirbúninginn fyrir HM'99 og ég er mjög þakklátur fyrir framlagið en ég er ekki orðinn ríkur. Ég verð hins veg- ar að viðurkenna að ég er ekki f alla staði sáttur við vinnureglur Afreks- mannasjóðsins og þeim mætti breyta.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.