Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1998, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.02.1998, Blaðsíða 22
210 mijónir! Ungmennafélaginn, Eyjólfur Sverrisson, skrifaöi nýlega undir samning við þýska stórliðið Herthu Berlín. Knattspyrnufélög út um allan heim voru á eftir þessum fjölhæfa knattspyrnumanni og nægir þar að nefna stórliðið Newcastle United á Englandi. Eyjólfur ákvað hins vegar að vera um kyrrt hjá Herthu og kom það ekki á óvart þegar upphæð samnings Eyjólfs kom fram á sjónarsviðið. Eyjólfur fær litlar 70 milljónir á ári næstu þrjú árin hjá Berlínarliðinu og er það líklega stærsti samníngur sem íslenskur íþróttamaður hefur gert. Eyjólfur hefur staðið sig frábærlega vel hjá þeim liðum sem hann hefur leikið með erlendis. Hann er sannkallaður vinnuhestur og félagar hans hjá ísienska landsliðinu segja að hann sjái um „skítverkin" á vellinum. íslenskir áhorfendur hafa hins vegar ekki kunnað að meta framlag hans og óánægjuraddir hafa heyrst í stúkunni um að hann eigi ekki heima í landsliðinu! Þessi þrítugi knattspyrnumaður hefur hins vegar sýnt það og sannað að hann er einn af okkar fremstu atvinnumönnum allra tíma og þessi tímamótasamningur hans við Herthu Beriín sýnir hversu mikið traust félagið hefur á honum. Það verður gaman aö fylgjast með þýsku knattspyrnunni á næstu árin. Þýski boltinn er einn sá sterkasti í heiminum enda hafa þýsk félagslið og þýska landsliðið verið illviðráðanleg á helstu stórmótum knattspyrnunnar. Eyjólfur verður í sviðsljósinu í efstu deild þar sem Berlínarliðið sýnir stöðugar framfarir og Eyjólfur sýnir miklar framfarir. Skinfaxi óskar þessum frábæra ungmennafélaga til hamingju með samninginn og árangurinn á knattspyrnuvellinum í gegnum árin - þarna er knattspyrnumaður sem aðrir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Jóhann Ingi Árnason ) Landsliðsmaðurinn Eyjólfur Sverrisson hefur haft í nógu að snú- ast undanfarið. Hann hefur verið einn af fastamönnunum í íslenska landsliðinu, sem reyndar hefur ekki náð sér á strik að undanförnu. Eyjólfur hefur einnig verið lykilmaður hjá þýska stórliðinu Herthu Berlín sem á síðustu leiktíð tryggði sér sæti meðal þeirra bestu í Þýskalandi. Eyjólfur gekk til liðs við þetta fornfræga félag þegar það lék í 2. deildinni í Þýskalandi. Það kom nokkrum á óvart að Eyjólfur hafi valið þann kostinn, eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistari með Stuttgart og Tyrklandsmeistari með Besiktas. Eyjólfur sagði hins vegar í viðtali á árinu að hann hefði verið búinn að spyrjast mikið fyrir um möguleika liðsins og framtíð. „Ég komst að því aö félagið væri á mikilli uppleið og að metnaðurinn væri mikill. Ég ákvað því að slá til og taka þátt í spennandi verkefni. Markmiðið hjá stjórnar- mönnum félagsins var að koma liðinu upp í 1. deild á tveimur árum en okkur tókst að komast upp strax fyrsta árið." Það er mikill munur á 1. og 2. deildinni í Þýskalandi og það var því nauðsynlegt fyrir Berlínarliðið að styrkja hópinn fyrir átökin í vet- ur. Til liðsins voru fengnir kappar eins og Brian Roy, Kjetel Rekdal og Dick Van Burik. Árangur liðsins framaf tímabili var slakur en nú virðist hópurinn vera að ná saman og liðið gerði sér til dæmis lítið fyrir og sigraði Bayern Munchen 2-1 á dögunum. Samningur Eyjólfs Þegar tímabilið hófst í haust átti Eyjólfur aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Herthu Berlín og fljótlega voru stórlið héðan og þaðan úr Evrópu farin að hafa samband við kappann. Forráða- menn Herthu vildu hins vegar fyrir alla muni halda í íslenska lands- liösmanninn og þrátt fyrir freistandi tilboð frá liðum eins og Newcastle United á Englandi, ákvað Eyjólfur að endurnýja samn- ing sinn við Berlínarliðið. Það er talið að nýji samningur Eyjólfs sé sá stærsti sem íslenskur íþróttamaður hefur gert og hefur talan 70 milljónir á ári verið nefnd en til samanburðar má nefna að David Beckham leikmaður Manchester United hefur rúmar 80 milljónir í árslaun hjá Rauðu djöflunum. Eyjólfur er nú kominn yfir þrítugt og með nýjan þriggja ára samning við Herthu er ekki ólíklegt að hann endi atvinnumannaferil sinn hjá félaginu. Eftir það er aldreí að vita nema við fslendingar fáum að sjá hann í Sjóvá-Almennra deildinni en það er ólíklegt að laun hans þar verði svipuð þeim sem hann hefur í dag! 22 i

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.