Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1998, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.02.1998, Blaðsíða 36
Búist við Framkvæmdastjórinn hefur í nóg aó gera og hann eyóir miklum tíma í símanum. i um 2000 þátttðkendum Þaö verður mikió um aö vera í Grafarvoginum þetta áriö og eins gott að borgaryfirvöld standi við lof- orö sín um breikkun Gullinbrúar. Ungmennafélagið Fjölnir sem nú er fjölmennasta íþróttafélag landsins mun halda Unglingalandsmót 3. - 5. júlí þar sem búist er við allt að 2000 þátttakendum alls staðar að af land- inu. Undirbúningur fyrir Unglinga- landsmótið er nú á fullu og þrátt fyr- ir að ekki hafi veriö ráðinn sérstak- ur framkvæmdastjóri fyrir mótið hafa Fjölnismenn ráöið nýjan fram- kvæmdastjóra fyrir félagið, sá heitir Aöalsteinn Örnólfsson og hefur hann yfirumsjón með undirbúningi fyrir Unglingalandsmótið. En hver er Aöalsteinn Örnólfsson? „Ég hef langan feril aö baki sem knatt- spyrnuþjálfari, feril sem teygir sig upp í 25 ár. Ég hef verið leiðbeinandi og þjálfari hjá 10 félögum á þessum tíma og í dag er ég sigursælasti unglingaþjálfari landsins með 119 titla á bakinu. Ég hef tengst starfi Ung- mennafélags íslands á ýmsan hátt. Ég er til dæmis góður vinur fyrrum framkvæmda- stjóra hreyfingarinnar, Sigurðar Þorsteins- sonar, og ég var í miklu sambandi við skrif- stofuna þegar hann stjórnaði þar. Svo kynntist ég Pálma Gíslasyni þegar ég vann sem innkaupastjóri hjá Samvinnubankanum svo tengsl mín við hreyfinguna hafa alltaf veriö til staðar." - Hvernig kom til aö þú tókst við framkvæmdastjórastarfinu hjá Umf. Fjölni? „Ég sá nú bara auglýsingu í blaðinu og sótti um ásamt 16 öðrum. Ég hef mikla reynslu við stjórnun og rekstur auk þess sem ég hef verið viðriðin íþróttir frá því ég man eftir mér. Ég er mjög ánægður með nýja starfið og mér finnst það ögrandi og skemmtilegt." - Nú hefur þú ekki fengist mikið við stjórnun íþróttafélaga, en aftur á móti hefur þú mikla reynslu við rekstur á fyrirtækjum. Er rekstur íþróttafélags ólíkt rekstri fyrir- tækja? „Þetta er orðið mjög líkt og í framtíðinni á þetta eftir að veröa enn líkara fyrirtækja- rekstri. Þaö er alltaf að verða algengara að fólk fái borgað fyrir það sem það er að gera í stað sjálfboðavinnu og áhugumála áður - 36

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.