Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1998, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.02.1998, Blaðsíða 37
þessar breytingar leiða til þess að hlúa verður að rekstrinum eins og hverjum öörum „business ■ Nú eru margar deildir starfræktar hjá félaginu en hvernig gengur rekstur þeirra? „Það er hægt að segja að allar deildir séu vel reknar nema knatt- spyrnudeildin en hún er að glíma við gamlar skuldir en samt geng- ur ágætlega að grynnka á. Ég get sagt hér og nú að allar deildir eru reknar í plús nema knattspyrnudeildin.11 - Ég veit aö það er nóg að gera hjá þér við rekstur hinna ýmsu deilda en aöalmálið þessa dagana hlýtur aö vera Unglingalandsmótið sem halda á hér í Grafarvogi í sumar. Enginn framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn fyrir félagiö svo undirbúningurinn hlýtur að lenda tölu- vert á þér? „Það hefur verið nánast fullt starf fyrir mig að standa í undirbún- ingnum fyrir Unglingalandsmótið en ætlunin er að ráða sérstakan framkvæmdastjóra fyrir mótið vonandi núna ívikunni. Það hafa þrír mjög hæfir menn sótt um starfið og ég vonast til að frá þessu verði gengið fljótlega." - Hvað búist þið Fjölnismenn við miklum fjölda þátt- takenda á Unglingalandsmótiö? „Við eigum von á því að um 2000 þátttakendur komi hér og keppi við sjálfa sig og aðra á Unglingalandsmótinu." - Hvernig hefur gengið aö fá styrktaraöila fyrir mót- ið? „Fyrirtæki hér á Reykjavíkursvæðinu hafa verið mjög jákvæö og ég er fullur bjartsýni um að endar nái saman fjárhagslega. Við erum komnir með nokkra mjög sterka aðila og svo eru nokkrir í deiglunni." - Það er semsagt allt á fullu hjá Fjölnismönnum og við hjá Skin- faxa munum ab sjálfsögðu fylgjast með hverju skrefi sem þeir taka og að auðvitað Unglingalandsmótinu sjálfu í júlí. Næsta Unglingalandsmót Ungmenna- félags íslands verður haldið ■ Grafarvogi og það er Ungmennafélagið Fjölnir sem heldur mótið. Á mótið er áætlað að komi um 2000 unglingar víða að af landinu til að etja kappi í íþróttum og um leið þroskast og takast á við lífið sem framundan er. Menn keppa við sjálfan sig, setja persónuleg met, læra að lifa með öðrum þátttakendum og vera félagi sínu til sóma sem er aðalsmerki hvers íþróttamanns. Unglingalandsmót UMFÍ veröur haldið dagana 3. - 5. júlí 1998 og verður keppt í eftirtöldum aldurshópum. 1. Yngstir eru þeir sem fæddir eru 1986 og 1987 2. Miðhópur eru þeir sem fæddir eru 1984 og 1985 3. Elstir eru þeir sem fæddir eru 1982 og 1983 Á Unglingalandsmótinu veröur keppt í fjölmörgum greinum og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem um keppanda eða áhorfanda er að ræða: •Knattspyrna karla •Knattspyrna kvenna •Handknattleikur karla •Handknattleikur kvenna •Körfuknattleikur karla •Körfuknattleikur kvenna •Skák •Glíma •Sund •Golf •Frjálsar íþróttir, hlaup, hástökk, lang- stökk, kúluvarp og spjótkast. Ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar um Unglingalandsmótiö þá er best aö hafa samband við Aöalstein Örnólfsson, framkvæmdastjóra Umf. Fjölnis, á skrifstofu félagsins að Dalhúsum 2 eða í síma 567-2085. Númer myndsendis er 587-4584. 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.