Skinfaxi - 01.02.1998, Blaðsíða 15
Einar Gunnar hefur verið misjafn í vetur eins og liö
hans Afturelding. Lið Aftureldingar er sterkast á
pappírunum en iiðið hefur ekki verið sannfærandi
það sem af er vetri.
FH
Hafnarfjarðarstrákarnir voru frískir framanaf
vetrinum en eitthvað hefur dregið úr
kraftinum hjá þeim eftir áramótin. Liðið hefur
góða blöndu af ungum strákum og reyndari
körlum en stundum er eins og liðið nái ekki
alveg saman. Þjálfarinn, Kristján Arason,
hefur tekið fram skóna til að styrkja vörnina
en þrátt fyrir tilburði hans, á liðið ekki eftir aö
gera neinar rósir. Liðið fellur út í fyrstu
umferð.
Stjarnan
Óneitanlega mestu vonbrigði ársins I Nissan
deildinni. Liðið teflir fram sterkum strákum
en hvorki hefur gengið né rekið hjá
Stjörnustrákunum. Þjálfarinn, Valdimar
Grímsson, valdi fáránlegan tíma til aö
t tilkynna það, að hann væri á leiðinni I
atvinnumennsku og búast má við því að liðið
verði neistalaust í úrslitakeppninni. Stjarnan
er draumaandstæðingurinn í úrslitakeppn-
inni og fellur út í fyrstu umferð ef þeir þá
hreinlega komast þangað. Það þarf eitthvað
að breytast á næstunni ef liðið ætlar sér á
fyrri slóðir næsta vetur.
HK
Siggi Sveins og félagar hafa verið
óheppnasta lið deildarinnar og oftast
hefur liðið þurft að sætta sig við eins
marks tap. Liðið hefur leikið ágætlega á
köflum og Siggi hefur verið drjúgur í
sókninni en liðið situr líklega eftir með sárt
ennið þegar úrslitakeppnin hefst.
ÍR, Víkingur, Umf. Breiöablik
ÍR-ingar hafa treyst of mikið á Ragnar
Óskarsson I vetur og oft á tíðum hefur
hann ekki þolað álagið. ÍR-ingar geta
þakkað fyrir að lið Víkings og Breiðabliks
hafa verið arfaslök og lítil tilþrif hefur þurft
til að vera ofar en þau I deildinni. Vlkingar
hafa aðeins eflst I síðustu leikjum en fátt
getur komið í veg fyrir að liðið falii þegar
þetta er skrifað. Lið Breiðabliks gerði stór
mistök í upphafi ieiktíðar þegar þeir
keyptu tvo Ameríkana til liðsins sem
reyndust ekki peninganna virði. Liðið
hefur 0 stig og það hefur verið nánast
formsatriði fyrir andstæðingana að mæta í
leikina gegn Umf. Breiðablik.
15