Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1998, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.02.1998, Blaðsíða 38
Fjölbreyttar forvarnir Páll Pétursson er stjórnar- madur hjá UMFÍ og starfar hjá DV. Ungmennafélagshreyfingin er ekki aö- eins íþróttahreyfing, heldur einnig umhverf- ishreyfing, jarövegur fyrir kröftuga menn- ingarstarfsemi, landgræöslu, skógrækt og mannrækt. Kjörorðin „Ræktun lýðs og lands" segja svo margt þegar þau eru skoðuð, og óvíða eiga þau betur við en í þessum samtökum. Mörg af mestu fram- faramálum þjóðarinnar fyrr á öldinni eiga upphaf sitt að rekja til ungmennafélags- hreyfingarinar. Má þar nefna að skógrækt var stór þáttur í starfsemi fyrstu ungmenna- félaganna, sem stofnuð voru fyrir meira en öld siðan, og þau eru grunnurinn að því öfl- uga starfi sem er víða í skógrækt og land- græðslu hér á landi. Fjölmörg ungmenna- félög eru enn í dag að hlúa að skógarreitum sem byrjað var að gróðursetja snemma á öldinni, og önnur félög hafa verið aö fara inn á þessa braut í starfinu á undanförnum árum. Ungmennafélag (slands hefur staðið fyrir umhverfisverkefnum á undanförnum árum sem hafa vakið mikla athygli á starf- semi samtakanna, og mjög mörg félög hafa tekið þátt í þeim. Þar var um að ræða rusla- tfnslu meðfram þjóðvegum landsins, og síð- an hreinsun á ströndum, árbökkum og vatnsbökkum. Með því að vinna slík verk- efni öðlast þátttakendur betri innsýn í nátt- úruna, og hvaða áhrif mengun hefur á hana. Þetta verður einnig til þess að þeir hugsa sig um áður en þeir henda rusli, t.d. út um bílgluggann eða í útilegunni, og stuðla þannig að hreinna umhverfi. Leiklist er stór þáttur i menningarstarf- semi þjóðarinnar, og fátt er skemmtilegra en að sjá vel uppfærða leiksýningu, hvort sem um er að ræða atvinnuleikara eða áhugafólk. Atvinnuleikhúsin hýsa marga af bestu leikurum þjóöarinnar, en þegar mað- ur sér leiksýningu sem sett er upp af fá- mennu ungmennafélagi má oft sjá stórgóða leikara sem leggja sig alla fram í því sem þeir eru að gera. Eini munurinn er sá að ungmennafélaginn er að vinna í sjálfboða- vinnu fyrir félagið sitt, og er oft búinn að leggja á sig margra vikna æfingar ekkert síður en atvinnuleikarinn. Mörg ungmenna- félög eru mjög metnaðarfull þegar leiklistin er annars vegar, og hafa ekki ráðist á garð- inn þar sem hann er lægstur í þeim efnum, því að á efnisskránum sjást verk eftir þekkta höfunda, innlenda og erlenda. Oft eru upp- færslurnar sniðnar að litlum félagsheimilum og mörg félög búa við lélega aðstöðu í þeim efnum. Ég nefndi hér í upphafi, að kjörorð okkar er „Ræktun lýðs og lands". Og hvað er ræktun lýös og lands annað en forvarnir! Forvarnir í ungmennafélagshreyfingunni eru fólgnar í því að gefa börnum og ung- lingum kost á að taka þátt í íþróttastarfi á vegum félaganna, hlúa að landinu með því að taka þátt í skógrækt eða umhverfisátaki, eða með því að setja upp leiksýningu fyrir árshátíðina. Forvarnir geta einnig verið í því fólgnar að unglingar sjá um undirbúning og framkvæmd þorrablóts í sveitinni, þ.e. sjá um skemmtiatriðin, veitingarnar, miðasöl- una og fleira sem þarf að gera fyrir slíkar skemmtanir. Svona vinna eykur mjög fé- lagsþroskann og eykur ábyrgðartilfinningu hjá ungu fólki, og oft spretta leiðtogar fram- tíðarinnar einmitt úr þessum jarðvegi. Þetta er starf ungmennafélaganna í hnotskurn. Útgefandi: Ungmennafélag íslands Ritstjóri: Jóhann Ingi Árnason Auglýsingar: Edda Sigurðardóttir Ljósmyndir: Sigurjón Ragnar, Jóhann Ingi Árnason Ábyrgðarmaður: Þórir Jónsson Ritstjórn: Sigurbjörn Gunnarsson, Sigurlaug Ragnarsdóttir, Vilmar Pétursson, Anna R. Möller Stjórn UMFÍ: Þórir Jónsson, Björn B. Jónsson, Kristján Yngvason, Jóhann Ólafsson. Meðstjórnendur: Ingimundur Ingimundarson, Kristín Gísladóttir, Sigurður Aðalsteinsson. Varastjórn: Anna R. Möller, Sigurbjörn Gunnarsson, Páll Pétursson, Helga Guðjónsdóttir. Framkvæmdastjóri: Sæmundur Runólfsson Afgreiðsla Skinfaxa: Fellsmúla 26 108 Reykjavík Sími: 568-2929 Prentun: Svansprent Pökkun: Vinnustofan Ás Áskriftarverð Skinfaxa kr: 1790 fyrir árið Verð í lausasölu kr: 399 J 38

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.