Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1998, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.1998, Blaðsíða 23
Jolli & landsliðið Eyjólfur spilaði sinn fyrsta A-landsleik á móti Lúxemborg árið 1991. Eyjólfur hefur nú leikið um það bil 40 landsleiki fyrir íslands hönd. „Ég hef enga skýringu á slæmu gengi landsliðsins. Við erum að sjálfsögðu mjög svekktir yfir því hvað við höfum verið að standa okkur illa." „Við erum langt frá því að vera með lélegt landslið. Við erum með góða einstaklinga það er bara spurningin um að púsla þessu saman. “ „Ég hef persónulega ekki verið ósáttur við uppstillingarnar á landsliðinu. Ég spila í vörninni hjá Herthu en oftast á miðjunni hjá landsliðinu. Ég hef oft spilað á miðjunni og þekki því þá stöðu vel.“ „Það skiptir í raun ekki máli hvar maður spilar á meðan það er vænlegt til árangurs. Það skiptir mestu máli að liðið nái að vinna saman sem ein heild." „Það þýðir ekki að stinga hausnum í sandinn og gefast upp. Það koma alltaf slæmir tímar og þá verða menn að hafa karakter til að rífa sig upp úr þeim og nú er það í okkar höndum að gera það.“ 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.