Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1998, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.12.1998, Blaðsíða 12
Ánægður og stoltur af strákunum Landsliðsþjálfarinn Guðjón Þórðarson ætlar lengra með landsliðið en áður hefur verið gert. Valdimar Kristófersson settist niður með Skagamanninum ákveðna... að mátti merkja á orðum Guðjóns Þórðarsonar þegar Logi Ólafsson var ráðinn landsliðs- þjálfari 1996 að hann væri ekki sáttur við valið. Honum fannst fram hjá sér gengið og átti erfitt með að sætta sig við orðinn hlut. Það vissu þó allir um hæfileika Guðjóns og ekki þurfti hann að bíða lengi eftir að tækifærið byðist á nýjan leik. Loga var sagt upp sumarið 1997 og í raun kom enginn annar til greina en Guð- jón til að stýra fleyinu. En Guðjón er umdeildur maður og ákvarðanir hans orka oft tvímælis. Hann er sig- urvegari í eðli sínu, röggsamur og stendur við sínar ákvarðanir og það hefur fleytt honum langt. Hann hef- ur nú starfað sem landsliðsþjálfari í tæpt eitt og hálft ár og undir hans stjórn hefur landsliðið náð góðum árangri. Skinfaxi fékk Guðjón til að fara yfir stöðu mála hjá landsliðinu. - Þótt Guðjóni hafi verið ýtt út í horn þegar Logi var ráðinn lands- liðsþjálfari þá fylgdist hann grannt með landsliðinu. En ætli hann hafa komið með einhverjar áherslubreytingar eftir að hann tók við liðinu? „Nei, ég gerði það reyndar ekki. Ég ákvað að fara hægt í breytingar og skoða hvernig ástandið væri. Ég notaði alla leiki sem voru eftir und- ankeppni Heimsmeistaramótsins til þess að skoða hvernig hópurinn væri samansettur og hug leik- manna." - Þú hefur þá ekki farið strax í einhverjar markvissar breytingar á skipuiagi liðsins?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.