Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1998, Page 34

Skinfaxi - 01.12.1998, Page 34
Þórir Jónsson formaður UMFÍ vill... banna áffengi á... Áfengi var selt á stórum íþróttaviðburðum í sumar og ekki eru allir sáttir við þá ákvörðun íþróttafélaganna að leyfa þessa sölu. Jóhann Ingi Árnason innti formann UMFÍ álits á þessu máli... Skiptar skoðanir eru á því hvort leyfa eigi áfengissölu á stórum íþróttaviðburðum hér á landi. Margir voru óhressir með það að bjór hafi verið seldur á knattspyrnuleikjum í sumar og einn þeirra er Þórir Jónsson formaður Ungmennafélags íslands. Hann hefur ákveðnar skoðanir á þessum málum og segir að íþróttir og eiturefni fari aldrei saman. En finnst honum að það eigi alfarið að banna sölu áfengis á íþróttaviðburðum hér á landi? „Já.“ -Ekkert meira um það að segja? „Mér finnst alveg óþarfi að rökstyðja það neitt frekar." - Hvað finnst þér um þau atvik sem komu upp á knattspyrnuleikjum í sumar þegar bjór var til dæmis til sölu á meðan á leik KR og ÍBV stóð? „Mér finnst það mjög miður og ekki vera af hinu góðu. Mér finnst áfengi og íþróttir aldrei eiga samleið og menn eigi að skilja þarna á milli.“ - En finnst þér í lagi að íþróttamenn fagni sigrum með kampavíni og vindlum? „Mér finnst það líka afar óviðeigandi. Það er alla vega ekki við hæfi að gera það úti á velli strax að leik loknum. Ég held að menn geti nú fagnað þó að þeir séu ekki með kampavín, það eru margir aðrir góðir drykkir til á markaðnum." - Til dæmis kók og mjólk eins og reyndar hefur verið notað í bikarkeppninni í knattspyrnu? „Já, já, til dæmis. Ég held líka að menn ættu að vera í nógu mikilli sigurvímu eftir stóra sigra og alveg óþarft að bæta á hana.“ - En hver er skoðun þín á áfengisauglýsingum í fjölmiðl- um? „Ég er mótfallinn áfengis- auglýsingum. Fyrst og fremst er ég mótfallinn þeim þar sem þær fara alltaf að höfða til unglinganna. Maður er farinn að sjá ýmislegt sem á að heilla unglinga til að kaupa bjór og annað áfengi og þetta getur haft þau áhrif á einhverja unglinga að þeir haldi að nauðsynlegt sé að drekka til að draga fram lífið. Ég er alveg á móti þessu.“ Mér finnst áfengi og íþróttir aldrei eiga samleið

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.