Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1999, Síða 20

Skinfaxi - 01.06.1999, Síða 20
jóhann lóhann, býrðu einn úti í Watford eða bj/r Biyndís hjá þér? ,,Ég bý einn og á ekki von á henni fyrr en á næsta ári, Hún er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og á eitt ár í eftir í stúdentinn. Hún ætlar því að klára skólann áður en hún flytur út til mín." Nú ert þú búinn að vera í rúmt ár hjá Watford. Hvernig kanntu við atvinnumennskuna? ,,Mjög vel og ég sé alls ekki eftir því að hafa lagt mikið á mig til að komast hingað." Er þetta sama líf og þú hafðir látið þig dreyma um þegar þú varstyngri? „Nei, ég get ekki sagt það að öllu leyti. Þetta er mun erfiðara en maður bjóst við og sérstaklega andlega. Það tekur mikið á andlega þegar maður kemst ekki liðið en þrátt fyrir það er þetta mjög gaman, enda það sem maður hefur alltaf stefnt á.” Hvernig er staðan hjá þér núna? „Hún er mjög góð og alltaf að batna. Ég hef verið svona smátt og smátt að komast inn í þetta-og í síðustu tveimur leikjum hef ég verið að leika með. Þannig að það eru vonandi bjartir tímar fram undan." Hvað segir Graham Taylor knattspyrnustjóri? Ætlar hann að fara að nota þig meira? „Hann hefur nú ekkert rætt það, enda ræðir hann þá hluti ekki við leikmenn. Hann hefur ekki ástæðu til þess, enda er hann maðurinn með valdið. Ég verð bara að leggja mig fram á æfingum og standa mig þegar ég fæ tækifæri með liðinu og vonandi fleytir það mér áfram. Þetta hefur skilað sér undan- farið og ég hef verið að leika sem framherji undan- farið þótt ég sé fyrst og fremst hægri kantmaður." Þú ert núbýinn að gera fjögurra ára samning við félagið. Það hlýtur að segja eitthvað? „)á, já, ég tel það vera mikla viðurkenningu á því sem ég hef verið að gera hérna. Þannig að menn hafa greinilega trú á mér sem er af hinu góða." Ykkur var spáð fallsæti ýrir mót, heldurðu að þetta verði erfiður vetur fyrir Watford? ,,|á, hann verður það. En við höfum farið ágætlega af stað og eins og staðan er í dag þá tökum við bara einn leik fyrir í einu og gefum allt f hann. Það verður síðan bara að koma í Ijós hvar við stöndum í lok tímabilsins en við ætlum í það minnsta að njóta þess að spiia í úrvalsdeildinni í vetur." Ef við skiptum aðeins um gír þá reykir þú ekki. Hvað finnst þér um reykingar? um fólk sem reykir og það er ekkert Ijótara en stelpa sem reykir. Mér finnst bara ekkert flott við fólk sem reykir." Hvað með áfengi? „Það er kannski öðruvísi með áfengi, því fylgir ekki sama lyktin og er í lagi í hófi." Hvernig er þetta hjá ykkur í Watford? Eru einhverjar agareglur sem leikmennirnir þurfa að fara eftir varðandi diykkju? „Nei, ég get ekki sagt það en það er ætlast til að menn séu ekki að drekka tveimur dögum fyrir leik. En það kemur þó á óvart hversu mikið er drukkið hérna en menningin er reyndar allt öðruvísi en heima og menn fá sér kannski oftar í glas en drekka miklu minna í einu heldur en gengur og gerist Það er mjög óhollt að reykja og síðan er hræðileg skítalykt af reykingum sem fer mjög í taugarnar á mér „í einu orði sagt þá hata ég reykingar. Ég er alfarið á móti reykingum því í fyrsta lagi er mjög óhollt að reykja og síðan er hræðileg skítalykt af reykingum sem fer mjög í taugarnar á mér. Mér líður illa innan heima á íslandi. Leikmenn Watford fá sér þó ekki í glas nema að það sé minnst vika í leik. Þetta er náttúrlega atvinnan og menn verða að standa sig ef þeir ætla að halda henni.” Þegar Watford kom til íslands að spila við KR þá var tekið eftir því að leikmennirnir máttu ekki fá sér í glas þótt | það væri aðeins á undirbúningstímabilinu. Hvernig stóð á þessu? „Ég eiginlega veit það ekki. Reyndar var leikurinn við KR a sunnudegi þannig að það var ekki tími til að fá sér í glas. En Taylor var reyndar frekar strangur þegar við vorum hérna og leikmenn áttu til dæmis að vera farnir að sofa klukkan ellefu á kvöldin. Og | það er reyndar skiljanlegt þvi við vorum að byrja a undirbúningstímabilinu og sa tími er eiginlega heilagur. Það fer öll orkan í æfingarnar og menn mega ekki við því að vera að sletta úr klaufunum.'-'

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.