Skinfaxi - 01.06.1999, Side 24
katrín rós
Hvernig er að vera fegusta kona íslands?
,,Það er bara gaman og mikill heiður að hafa verið
valin."
Finnst þér eitthvað hafa breyst eftir að þú varst
krýnd?
,,Nei, ekki beint. Ég fékk náttúrlega ákveðna
reynslu og ég kynntist mörgu nýju í keppninni en ég
held áfram að lifa mínu lífi eins og ég gerði áður.
Það er kannski aðeins meira að gera hjá mér og
maður er meira í fjölmiðlunum. Þannig að það
hefur ekkert breyst svona persónulega hjá mér.”
Þið voruð 23, stúlkurnar sem tóku þátt í
íslandskeppninni, og hver annari fallegri. Þið
Eg væri ekki á móti því að
verð á tóbaki hækkaði -
það hefði sjálfsagt áhrif á
unglingana!
stefnduð sjálfsagt allar á það að vinna. Var mikill
rígur á milli keppenda?
„Nei, ég varð ekki vör við það. Við vorum allar
góðar vinkonur og studdum hver aðra í keppninni."
ICRehband
Hitahlífar
mannjar íyfir 30
ndi gerðum fyrir
g vöðva líkamans.
tSTOÐ
AlhliÖa stobtækjasmíöi
Trönuhraun 8 ■ Hafnarf ■ Sími 565 2885
Söluaðilar;
Lyfja • Frísport • Útilíf
Hvert er hlutverk þitt sem
fegurðardrottning íslands?
,,Það er fyrst og fremst að vera
fulltrúi íslands hérna heima og í
keppni úti í heimi. Ég fór t.d. í
keppnina ungfrú Evrópa og síðan
er möguleiki að ég taki þátt í
annarri keppni en það á eftir að
koma í Ijós. Síðan eru náttúrlega
gerðar kröfur til mín að ég og
komi vel fram á almannafæri.”
Eru engin verkefni sem þú þarft
að sinna hérna heima?
,,Nei, það er
ekki mikið um
það. Ég þurfti
rejndar
fljótlega eftir
keppnina að
búa til mína
draumaíbúð á
sýningu sem
haldin var í
Laugardalshöllinni. Það gæti
síðan eitthvað dottið inn en í lok
ársins þarf maður síðan að krýna
arftaka sinn."
Hefur þú mikinn áhuga á
fyrirsætustörfum?
,,|á, já, ég hef áhuga á þeim en fyrirsætustarfið er
ekkert sem ég stefni á í framtíðinni. Það getur
verið gaman að vinna við þetta en þetta verður
fyrst og fremst aukastarf hjá mér ef ég ætla mér
að sinna þessu eitthvað. í dag er skólinn númer
eitt, tvö og þrjú."
Þú ert sjálfsagt fyrirmynd margra ungra stúlkna.
Hvað finnst þér um það?
,,Ég hef bara gaman af því ef svo er. Það er
náttúrlega mikil ábyrgð og maður verður að
passa sig á að vera góð fyrirniynd.”
Katrín, þú reykir ekki en hvað finnst þér um
reykingar?
,,Mér finnst þær í einu orði sagt ógeðslegar.
Reykingar eru náttúrlega fyrst og fremst
heilsuspillandi og ekki bara fyrir þann sem reykir
heldur líka fyrir þá sem eru í kringum reykinga-
fólk. Þá er lyktin af þessu ekki til að hrópa húrra
yfir og það fylgir mikill sóðaskapur reykingunum,
þ.e.a.s. lyktin festist í öllu. Mér líður a.m.k.
miklu betur þar sem ekki er reykt."
Finnst þér að það eigi að banna reykingar
yfirhöfuð eða á hver að geta valið hvað hann vill?
,,Eg tel það nú eðlilegra að fólk hafi frjálst val um
hvað það gerir. En mér finnst reykingafólk aftur
á móti ekki vera á réttri braut."
Reykingar hafa verið að aukast hjá unglingum á
undanförnum árum. Finnst þér þetta vera mikið
áhyggjuefni?
,,|á, þetta er náttúrlega visst áhyggjuefni því
re^kingar eru ekki hollar. Mér finnst að það ætti
að fylgja því strangt eftir að unglingaryngri en 18
ára fái ekki að kaupa tóbak. Ég væri ekki á móti því
að verð á tóbaki hækkaði - það hefði sjálfsagt áhrif
á unglingana sem eiga ekki mikla peninga en það
mundi sjálfsagt ekki breyta miklu fyrir fólk sem er
orðið háð reykingunum. Verðið skiptir ekki eins
miklu máli jyrir það.”
Af hverju heldur þú að þetta stafi?
,,Ég gæti ímyndað mér að þetta sé hálfgert
tfskufyrirbrigði hjá unglingunum. Þeim finnst þetta
töff og eru jafnvel að reyna að ganga í augun á hinu
kyninu."
Hvað er hægt að gera til að sporna við þessu?
„Ég held að það þurfi að auka forvarnirnar. Ég
gleymi t.d. aldrei þegar ég var ung og bekkurinn
minn fékk að sjá myndband um reykingar. Þá
fengum við að sjá fólk sem reykti og lá inni á spítala ^
vegna reykinga. Og einnig fengum við að sjá svört
lungu fólks sem hafði reykt mikið um ævina. Ég
man að hver einasti nemandi gretti sig _yfir
myndbandinu og sagðist aldrei ætla að reykja. Þær
forvarnir sem sýna raunveruleikann eru mest
sláandi og hafa mestu áhrifin."