Skinfaxi - 01.06.1999, Side 31
þórarinn
Þórarinn Tyrfingsson hefur starfað sem yfirlæknir á Vogi frá árinu
1979 eða í 20 ár. Hann hefur því kynnst ýmsu í sínu starfi og
honum líst ekki á komandi ár. Þórarinn telur að vímuefnaneysla
eigi eftir að aukast á næstu árum en þótt ástandið sé ekki gott
ætlar hann ekki að hætta sínni baráttu við vímuefnadrauginn.
Hverjar eru jákvæðu og neikvæðu hliðarnar á starfi
þínu?
,,|ákvæðu hliðarnar eru þær að hér erum við að fást
við lækningar á ungu fólki oft og tíðum og ef þær
takast á það fólk fyrir sér langa og afkastamikla ævi.
Það neikvæða við þetta starf er að menn eru ekki
sjálfum sér samkvæmir í öllu þessu, tala um
umhyggjuna fyrir þeim sem er í vímuefnavanda."
Er umhyggjan eins mikil og menn láta af?
,,Nei, það er nefnilega það dökka að menn vilja
ekkert láta á móti sér og eru síðan alveg undrandi
á því hvað þetta gengur lítið. Það hvarflar ekki að
ráðamönnum eða nokkrum sem eru að taka
ákvarðanir í þessum málum að leita sér ráðgjafar
hjá fólki sem veit eitthvað um þetta. Það hefur
aldrei komið til greina hjá þeim."
Eruð þið nógu vel styrkt fjárhagslega?
,,Það er alltaf spurning hvað menn vilja setja á
oddinn í þessum málum. Ég hef alltaf haldið því
fram að það væri þjóðhagslega hagkvæmt og mundi
draga úr útgjöldum ríkisins á öðruni sviðum að
setja miklu meiri peninga í forvarnir áfengis- og
vímuefnamála. Það mundi spara strax mikla
peninga í heilbrigðiskerfinu sjálfu, jyrir utan annað
eins og til dæmis löggæslu."
En eru menn á eitt sáttir um hver sé besta
forvörnin?
,,|á, ég held að menn séu sammála um hver sé
besta forvörnin ef menn á annað borð hafa eitthvert
vit á þessum málum. Forvarnir þurfa að taka á
öllum þáttum, bæði þurfa þær að draga úr eftir-
spurn og minnka framboð á vímuefnum. Það er
tilgangslaust að vinna að forvörnum nema unnið sé
að báðum þessum þáttum. Og það sem meira er
að það þurfa öll vímuefni að vera inni í þessum
pakka, allt frá tóbakiyfir í heróín. Það eina sem er
óeining um er þegar skriffinnarnir og stjórnmála-
mennirnir sjálfir fara að búa til óeiningu á meðal
fólksins með því að vera stilla mönnum upp við
vegg og segja: „Ef við setjum pening í þetta þá
verðum við að sleppa þessu o.s.frv.""
Hvað koma margir tilykkar á hverju ári?
,,Við höfum fengið 700 ný tilfelli á undanförnum
árum, s.s. 700 nýir alkóhólistar á hverju ári. Svo er
þetta nú krónískt vandamál, sérstaklega hjá unga
fólkinu, og það þarf því að koma aftur og aftur. Það
tekur oft margar meðferðir að koniast á réttan kjöl.
Þeir sem eru mjög veikir og þurfa oft að koma eru
kannski um 500-600 manns á ári.”
Hvernig metið þið þá einstaklinga sem konia til
ykkar, þ.e.a.s. hvort þeir þurfa í raun á aðstoð að
halda eða ekki?
,,Við þurfum ekkert að meta það. Einstaklingarnir
sem koma vita þetta sjálfir. Það er ekki svo flókið
að vita það hvort menn eru að drepa sig á vímu-
efnum eða ekki. Það þarf enga mannvitsbrekku til
að sjá það. Hingað kernur enginn að ástæðulausu.
Ég hef a.m.k. ekki orðið var við það í þau 20 ár sem
ég hef verið hérna.”
Hvað getið þið vistað marga í einu?
,,í öllum okkar stofnunum gista hjá okkur 120
manns á hverri nóttu."
Hvað þarf til svo hægt sé að hýsa alla sem leita sér
aðstoðar?
,,Jaa, þetta snýst kannski ekki eingöngu um
húsaleysi því það vantar starfsfólk til að vinna við