Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1999, Page 32

Skinfaxi - 01.06.1999, Page 32
þórarinn þetta. Fjárveitingar til okkar hafa staðið í stað frá árinu 1992 en það ár var dregið úr fjárveitingum til okkar.” Hvert er kynjahlutfallið hjá_ykkur? ,,Konur voru um 20 prósent þegar við vorum að byrja en þær hafa verið að fikra sig upp og eru nú í kringum 28 prósent. Konurnar hafa aukið við diykkjuna en eiga enn töluvert í land með að ná körlunum." Þegar sjúklingarnir fara frá ykkur fylgist þið þá eitthvað með þeim? ,,|á, það eru allir sammála um það að áfengis- meðferð þurfi að taka heilt ár. Þannig að það þarf að jylgjast með fólki og við reynum það með_ýmsu móti. Við erum til dæmis með göngudeildir þar sem fólk kemur, sækir námskeið og fer í viðtöl, bæði formleg og óformleg." Nú kemur þetta fólk sjálfsagt oft tilykkar illa á sig komið. Hvað tekur við þegar það fer fráykkur? ,,Það er mjög misjafnt hvernig fólk stendur að því. Sumir fara aftur heim á heimilið þar sem drukkið er og aðrir eiga maka og fjölskyldu sem er tilbúin að gera heimilið að bindindisheimili, en það eru alls ekki allir tilbúnir til þess. Fólk sýnir oft ansi mikið tillitsleysi og skilningsleysi þegar sjúklingur kemur heim úr meðferð. Margir unglingar þurfa að fara aftur heim til sín þar sem eldri systkiní og foreldrar drekka í 70 prósent tilvika og það er ekki mikið vit í því.” Eru þetta allar stéttir í þjóðfélaginu sem leggjast inn hjáykkur? ,,|á, við sjáum alls konar fólk en hlutfallslega kemur meira af fólki sem á erfiðara." Hvað dvelja sjúklingaryfirleitt lengi hjáykkur? ,,Hér á Vogi dveljast menn í 10 daga. En í Vík og á Staðarfelli geta menn dvalist í 28 daga. Allir sem dveljast í Vík og á Staðarfelli hafa dvalið á Vogi áður.” Hverjar eru helstu ástæðurnar fyrir innlögn? ,,í 85 prósent tilvika koma menn vegna áfengis en í 15 prósent tilvika vegna annarra vímuefna. Þetta breytist reyndar svolítið ef það er miðað við aldur. Unga fólkið kemur í auknum mæli vegna vímuefna- neyslu og eru það kannabisefni sem eru aðal- ástæðan fyrir innlögn unglinga_yngri en 20.” Hvort er erfiðara að eiga við fíkniefnaneytendur eða áfengissjúklinga? ,,Það er erfiðara að eiga við þá sem eru langt leiddir í fíkniefnaneyslu, þ.e. farnir að sprauta sig í æð. En svo er spurning hvort sé verra að eiga við kannabisefni eða áfengi. Það er ósköp ámóta.” Finnst þér hafa verið aukning á drykkju íslendinga á undanförnum árum? ,,Það er í það minnsta mjög mikil aðsókn til okkar núna og við höfum ekki undan. Þetta hefur breyst undanfarið, þ.e.a.s. að unga fólkið hefur sótt mikið til okkar." Hefur fíkniefnaneyslan aukist líka? ,,Ég hélt að fíkniefnanotkun hefði náð ákveðnum toppi 1996 en neyslan virðist enn vera að aukast. Þeir sem eru í neyslunni eru mest einstaklingar 24 ára og_yngri. Við erum búin að koma mörgum af þessum eldri út úr neyslunni með meðferð." Hvaða fíkniefni er mest verið að taka inn núna? ,,Það eru kannabisefnin, hörðu efnin og amfetamín. Þá virðist kókaín vera að koma meira til íslands en áður.” Hvað telurðu að margir nái að snúa dæminu við eftir að þeir hafa verið í meðferð hjá_ykkur? ,,Þetta er krónískur vandi sem þýðir að það eru tiltölulega fáir sem þurfa bara að koma einu sinni til okkar. En það eru mjög margir sem ná góðum bata eftir að þeir fara frá okkur. Það eru ekki mjög margir sem verða mjög krónískir og illa staddir alkóhólistar í stöðugri neyslu. En það á sjálfsagt eftir að breytast með vaxandi vímuefnaneyslu og breytingum í þjóðfélaginu." Áttu von á að þróunin verði í þá átt á næstu árum? ,,)á, ég á ekki von á að þetta lagist. Við virðumst vera búin að taka stefnuna á þetta með tilliti til þess unga fólks sem streymir hér að. Við megum búast við að næstu tíu ár verði okkur erfið í þessum málum. Þetta er bara kostnaðurinn sem menn þurfa að bera af frjálsræðinu sem ríkir hér á landi. Ef menn vilja stefna að því að þetta sé menning og skemmtan þá er þetta niðurstaðan. Þetta virðist vera stefnan í menningarmálum. Okkur finnst fínt að útlendingar komi hingað og spásseri um bæinn og skoði hversu tilbúnir við erum að drekka bjór og fara út á lífið með þeim. Mér finnst þetta frekar „púkó" og ég held að við ættum að leggja metnað okkar í eitthvað annað." Það hvarflar ekki að ráðamönnum að leita sér ráðgjafar hjá fólki sem veit eitthvað um þetta

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.